Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:20 Eins og staðan er nú tekur viðvörunin gildi klukkan 3 aðfararnótt föstudagsins og gildir til klukkan 21. Veðurstofan Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54