Sigaði Dobermann-hundi á kunningjakonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 19:53 Dobermann-hundur. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Dýr Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Dýr Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira