Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 21:45 Bæjarstarfsmenn hreinsa upp tré sem féll á götum Brussel eftir storminn Ciara. Vísir/EPA Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi. Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Minnst sex hafa látist á meginlandi Evrópu vegna stormsins Ciara sem hefur nú færst frá Bretlandseyjum þar sem hann olli miklum usla. Stormurinn, sem færir sig austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda eru nú án rafmagns og víða eru dæmi um miklar samgöngutruflanir í fjölmörgum ríkjum álfunnar. Sjá einnig: Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Kona og fimmtán ára dóttir hennar létust í Póllandi á dögunum þegar þak skíðaleigu fauk af og lenti á hópi fólks. Þrír aðrir slösuðust í atvikinu sem átti sér stað á vetrardvalarstað nálægt landamærum Póllands og Slóvakíu. Í Svíþjóð drukknaði maður þegar seglbát hans hvolfdi á stöðuvatninu Fegen sunnarlega í Svíþjóð. Manninum skolaði á land stuttu áður en hann lést en ekkert hefur spurst til annarrar manneskju sem vitað er að var einnig um borð. Í Þýskalandi lést ökumaður flutningabíls þegar hann keyrði á flutningavagn sem verkafólk notaði til að safna saman óveðursrústum á hraðbraut í ríkinu Hesse. Þá lést ökumaður norðarlega í Slóveníu þegar tré féll á bifreið og annar í Tékklandi þegar tré lenti sömuleiðis á bifreið hans á ferð með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi.
Bretland Pólland Slóvenía Svíþjóð Veður Þýskaland Tengdar fréttir Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30 Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57 Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. 9. febrúar 2020 17:30
Hraðamet slegið í Atlantshafsflugi vegna óveðursins Ciara Vél British Airways, sem tók á loft frá JFK-flugvelli í New York á laugardag og lenti á Heathrow í London, var einungis fjórar klukkustundir og 56 mínútur á leiðinni. 10. febrúar 2020 07:57
Veðrið kemur í veg fyrir að City minnki forskot Liverpool Búið er að fresta leik Manchester City og West Ham sem átti að fara fram í enska boltanum í dag. 9. febrúar 2020 11:29