Ákæra Kínverja vegna meiriháttar gagnastulds frá Equifax Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 16:24 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54
Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15
Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55