Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:15 Sjórinn gengur yfir Srandveginn, eina aðalgötu Sauðárkróks. Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt. Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Í myndbandinu hér fyrir neðan sem deilt var á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sjást aðstæðurnar vel. „Það er náttúrulega bara þannig að sjórinn gengur yfir eyrina og upp á land. Þetta er bara eins og stórfljót hérna í kringum Vörumiðlun og Fiskiðjuna og steinullarverksmiðjuna og sláturhúsið. Þetta er bara eins og maður sé að horfa yfir Héraðsvötnin,“ segir Viggó Jónsson, myndatökumaður og íbúi á Sauðárkróki, í samtali við fréttastofu. Hann segir stórvirkar vinnuvélar nú reyna að veita sjónum aftur út en lýsir aðstæðum þannig að brimskaflar séu hreinlega að koma á land. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir þennan mikla sjógang inn á land nú í bænum tengjast óveðrinu mikla sem gekk yfir landið 10. og 11. desember í fyrra. „Það varð rof í vörnunum þá og þetta kom þá fyrst í þessu magni. Það hefur eitthvað gerst sem þarf að skoða vel því þetta hefur gerst núna í nokkur skipti,“ segir Stefán Vagn sem telur að þetta sé í þriðja sinn síðan í óveðrinu í desember sem sjór gengur þarna yfir. Hann segir Strandveginn fjölfarinn en Vegagerðin hefur umsjón með veginum þar sem um er að ræða þjóðveg í byggð. Stefán Vagn segir veginn stofnleiðina í gegnum bæinn og því mikilvægt að finna hvar rof hafi komið í varnirnar við höfnina og laga skemmdirnar. Stíf norðanátt er nú Sauðárkróki og leiðindaveður að sögn Stefáns. Þá snjóaði mikið í bænum í nótt.
Samgöngur Skagafjörður Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira