Stjörnurnar sem vöktu athygli á rauða dreglinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 11:30 Hildur Guðna náði aftur á lista Vogue yfir best klædddu stjörnurnar. Samsett/Getty Það var mikið um fallega kjóla á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Eins og við sögðum frá í gær valdi Hildur Guðnadóttir, fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, kjól frá Chanel. Líkt og á BAFTA verðlaununum var Hildur á lista Vogue yfir best klæddu stjörnur kvöldsins, svo fallegur stíll hennar er að vekja verðskuldaða athygli. Nokkrar stjörnur völdu að endurnýta eldri kjóla eða klæðast kjól sem framleiddur er á sjálfbæran hátt og vöktu þannig athygli á umhverfismálum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra kjóla sem vöktu athygli okkar á Óskarnum í ár. Það er auðvitað ekki hægt að byrja listann á öðru en Hildi í Chanel kjólnum. Stjarnan okkar var glæsileg á rauða dreglinum en þessi mynd var þó ekki tekinn þar, heldur eftir afhendinguna. Fylgihlutur Hildar, Óskarsstyttan sjálf, var einfaldlega svo fullkominn fylgihlutur að þessi mynd varð fyrir valinu. Alveg eins og í þakkarræðu sinni, brosti Hildur sínu breiðasta í fjölmiðlaherberginu eftir að hún hlaut Óskarinn í nótt, fyrst Íslendinga.Getty/Jeff Kravitz Natalie Portman var í fallegum kjól frá Dior Haute Couture. Það vakti athygli að Dior skikkjan hennar var skreytt gylltum nöfnum. Kom í ljós að þetta voru nöfn þeirra kvenkyns leikstjóra sem ekki voru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna í ár, en það hefur verið harðlega gagnrýnt að aðeins karlar voru tilnefndir í þeim flokki í þetta skiptið. Sterk skilaboð sem vöktu verðskuldaða athygli. Natalie Portman sendi skýr skilaboð með Dior skikkjunni sinni.Getty/Steve Granitz Scarlett Johansson, sem tilnefnd var bæði sem besta leikkonan í aðalhlutverki og aukahlutverki í gær, klæddist Oscar de la Renta kjól og var með eyrnalokka frá Forevermark x Anita Ko. Scarlett var bæði tilnefnd fyrir leik sinn í Marrige Story og Jojo Rabbit. Þetta er einstaklega mikill heiður.Getty/Kevin Mazur Cynthia Erivo átti stórkostlegt augnablik á sviðinu þegar hún flutti lagið Stand Up úr kvikmyndinni Harriet. Erivo var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Á rauða dreglinum klæddist hún Atelier Versace kjól með hárri klauf og var hugsað út í hvert smáatriði. Hárið hennar passaði einstaklega vel við fatavalið og glitraði það eins og kjóllinn og skartgripirnir. Cynthia Erivo vakti mikla athygli fyrir flutning sinn á laginu Stand Up. Hún vakti einnig athygli fyrir kjólavaliðGetty/Kevin Mazur Margar fleiri en Erivo völdu kjóla sem glitruðu fallega á rauða dreglinum. Renée Zellweger vann Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Judy. Hún klæddist hvítum Armani Privé silkikjól og var með áberandi hring frá David Webb. Brie Larsson ljómaði á rauða dreglinum í Celine by Hedi Slimane kjól með skikkju og svo vöktu Bulgari skartgripir líka athygli. Larsson var ein þeirra þriggja sem afhenti Hildi verðlaunin í nótt. Regina King, sem vann Óskarsverðlaun á síðasta ári, kynnti á hátíðinni í ár klæddi í bleikan Atelier Versace prinsessukjól með Harry Winston skartgripi. Janelle Monáe var í einstökum Ralph Lauren kjól með víðri hettu. Á kjólnum voru hvorki meira né minna en 168.000 Swarovski kristallar. Svo bætti hún líka við skartgripum frá Forevermark. Getty/Steve Granitz-Jeff Kravitz -Rick Rowell Charlize Theron var tilnefnd var sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Bombshell, sem hún framleiddi sjálf. Hún valdi svartan Dior Haute Couture kjól og Tiffany & Co. skartgripi. Talið er að hálsmen hennar sé að fimm milljón Bandaríkjadala, eða rúmlega 630 milljóna íslenskra króna.Getty/Steve Granitz Zazie Beetz var klædd í Thom Browne og með stórfenglegt hálsmen, þegar hún kynnti Eímear Noone sem er fyrsta konan til að stýra sinfoníuhljómsveitinni á Óskarnum. Noone stjórnaði þegar brot úr kvikmyndatónlistinni sem tilnefnd var í ár var flutt, þar á meðal verk Hildar Guðna fyrir kvikmyndina Joker. Beetz valdi að vera ekki í síðkjól og tvískipt dress hennar náði athygli okkar sem og flotta hárgreiðslan hennar. Zazie Beetz vakti athygli fyrir leik sinni í kvikmyndinni Joker.Getty/Kevin Mazur Við fjölluðum um þessar tvær fyrr í dag vegna þess að þær völdu að klæðast ekki nýjum kjólum. Margot Robbie klæddist vintage Chanel kjól, sem gerður er úr tveimur kjólum úr línu Chanel frá 1994. Kaitlyn Dever valdi hlíralausan Louis Vuitton kjól skreyttan með Skartgripirnir eru frá Harry Winston. Kjóllinn var gerður á sjálfbæran hátt. Margot Robbie og Kaitlyn DeverSamsett/Getty Hollywood Óskarinn Tíska og hönnun Tengdar fréttir Endurnýttu kjólana til að vekja athygli á umhverfismálum Leikkonur vöktu athygli á umhverfisbaráttunni, loftlagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu á Óskarsverðlaununum. 10. febrúar 2020 09:45 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það var mikið um fallega kjóla á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Eins og við sögðum frá í gær valdi Hildur Guðnadóttir, fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, kjól frá Chanel. Líkt og á BAFTA verðlaununum var Hildur á lista Vogue yfir best klæddu stjörnur kvöldsins, svo fallegur stíll hennar er að vekja verðskuldaða athygli. Nokkrar stjörnur völdu að endurnýta eldri kjóla eða klæðast kjól sem framleiddur er á sjálfbæran hátt og vöktu þannig athygli á umhverfismálum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra kjóla sem vöktu athygli okkar á Óskarnum í ár. Það er auðvitað ekki hægt að byrja listann á öðru en Hildi í Chanel kjólnum. Stjarnan okkar var glæsileg á rauða dreglinum en þessi mynd var þó ekki tekinn þar, heldur eftir afhendinguna. Fylgihlutur Hildar, Óskarsstyttan sjálf, var einfaldlega svo fullkominn fylgihlutur að þessi mynd varð fyrir valinu. Alveg eins og í þakkarræðu sinni, brosti Hildur sínu breiðasta í fjölmiðlaherberginu eftir að hún hlaut Óskarinn í nótt, fyrst Íslendinga.Getty/Jeff Kravitz Natalie Portman var í fallegum kjól frá Dior Haute Couture. Það vakti athygli að Dior skikkjan hennar var skreytt gylltum nöfnum. Kom í ljós að þetta voru nöfn þeirra kvenkyns leikstjóra sem ekki voru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna í ár, en það hefur verið harðlega gagnrýnt að aðeins karlar voru tilnefndir í þeim flokki í þetta skiptið. Sterk skilaboð sem vöktu verðskuldaða athygli. Natalie Portman sendi skýr skilaboð með Dior skikkjunni sinni.Getty/Steve Granitz Scarlett Johansson, sem tilnefnd var bæði sem besta leikkonan í aðalhlutverki og aukahlutverki í gær, klæddist Oscar de la Renta kjól og var með eyrnalokka frá Forevermark x Anita Ko. Scarlett var bæði tilnefnd fyrir leik sinn í Marrige Story og Jojo Rabbit. Þetta er einstaklega mikill heiður.Getty/Kevin Mazur Cynthia Erivo átti stórkostlegt augnablik á sviðinu þegar hún flutti lagið Stand Up úr kvikmyndinni Harriet. Erivo var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Á rauða dreglinum klæddist hún Atelier Versace kjól með hárri klauf og var hugsað út í hvert smáatriði. Hárið hennar passaði einstaklega vel við fatavalið og glitraði það eins og kjóllinn og skartgripirnir. Cynthia Erivo vakti mikla athygli fyrir flutning sinn á laginu Stand Up. Hún vakti einnig athygli fyrir kjólavaliðGetty/Kevin Mazur Margar fleiri en Erivo völdu kjóla sem glitruðu fallega á rauða dreglinum. Renée Zellweger vann Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Judy. Hún klæddist hvítum Armani Privé silkikjól og var með áberandi hring frá David Webb. Brie Larsson ljómaði á rauða dreglinum í Celine by Hedi Slimane kjól með skikkju og svo vöktu Bulgari skartgripir líka athygli. Larsson var ein þeirra þriggja sem afhenti Hildi verðlaunin í nótt. Regina King, sem vann Óskarsverðlaun á síðasta ári, kynnti á hátíðinni í ár klæddi í bleikan Atelier Versace prinsessukjól með Harry Winston skartgripi. Janelle Monáe var í einstökum Ralph Lauren kjól með víðri hettu. Á kjólnum voru hvorki meira né minna en 168.000 Swarovski kristallar. Svo bætti hún líka við skartgripum frá Forevermark. Getty/Steve Granitz-Jeff Kravitz -Rick Rowell Charlize Theron var tilnefnd var sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Bombshell, sem hún framleiddi sjálf. Hún valdi svartan Dior Haute Couture kjól og Tiffany & Co. skartgripi. Talið er að hálsmen hennar sé að fimm milljón Bandaríkjadala, eða rúmlega 630 milljóna íslenskra króna.Getty/Steve Granitz Zazie Beetz var klædd í Thom Browne og með stórfenglegt hálsmen, þegar hún kynnti Eímear Noone sem er fyrsta konan til að stýra sinfoníuhljómsveitinni á Óskarnum. Noone stjórnaði þegar brot úr kvikmyndatónlistinni sem tilnefnd var í ár var flutt, þar á meðal verk Hildar Guðna fyrir kvikmyndina Joker. Beetz valdi að vera ekki í síðkjól og tvískipt dress hennar náði athygli okkar sem og flotta hárgreiðslan hennar. Zazie Beetz vakti athygli fyrir leik sinni í kvikmyndinni Joker.Getty/Kevin Mazur Við fjölluðum um þessar tvær fyrr í dag vegna þess að þær völdu að klæðast ekki nýjum kjólum. Margot Robbie klæddist vintage Chanel kjól, sem gerður er úr tveimur kjólum úr línu Chanel frá 1994. Kaitlyn Dever valdi hlíralausan Louis Vuitton kjól skreyttan með Skartgripirnir eru frá Harry Winston. Kjóllinn var gerður á sjálfbæran hátt. Margot Robbie og Kaitlyn DeverSamsett/Getty
Hollywood Óskarinn Tíska og hönnun Tengdar fréttir Endurnýttu kjólana til að vekja athygli á umhverfismálum Leikkonur vöktu athygli á umhverfisbaráttunni, loftlagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu á Óskarsverðlaununum. 10. febrúar 2020 09:45 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59 Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Endurnýttu kjólana til að vekja athygli á umhverfismálum Leikkonur vöktu athygli á umhverfisbaráttunni, loftlagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu á Óskarsverðlaununum. 10. febrúar 2020 09:45
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59
Íslendingar missa sig yfir tíðindum næturinnar Sagan var skrifuð í nótt þegar Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaun, fyrst Íslendinga, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókernum. 10. febrúar 2020 10:15