Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 12:03 Frá dómsuppkvaðningunni. AP/Piroschka Van De Wouw Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni. Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni.
Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira