Arsenal gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum yfir 4 milljónir punda Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 10:45 Mikel Arteta þjálfari Arsenal vísir/getty Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00
Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00