Þjóðin syrgði listamanninn en ég syrgði pabba Sylvía Hall skrifar 29. febrúar 2020 09:00 Aron Brink segir sögu sína í lokaþætti Missis hér á Vísi. Vísir/Vilhelm „Það eru örugglega flestir sem segja þetta um pabba sinn en ég get ekki ímyndað mér betri pabba til að eiga. Hann var svo hress og glaður alltaf. Ég man ekki að hann hafi einhvern tímann verið reiður eða pirraður út í neinn.“ Svona lýsir Aron Brink föður sínum Sigurjóni Brink, sem lést árið 2011 aðeins 36 ára gamall. Sigurjón, sem var yfirleitt kallaður Sjonni, hafði fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu Íslendinga og vakið athygli fyrir tónlist sína. Dauðsfall hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og má segja að öll þjóðin hafi syrgt tónlistarmanninn sem kvaddi allt of snemma. Á meðan þjóðin syrgði listamanninn var fjölskylda sem syrgði manninn sem Sjonni hafði að geyma. Aron, sem er í dag 25 ára og stundar nám við Háskóla Íslands, segir líf og fjör hafa einkennt nærveru föður síns og þeir hafi alla tíð átt einstakt samband. Aron segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin birtast á Vísi á laugardögum. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Aron Brink „Ég er einkabarn foreldra minna. Pabbi á fjögur börn með þremur konum og ég er elstur þar í röðinni,“ segir Aron um uppvaxtarárin. Hann hafi aldrei fundið fyrir því að fjölskyldumynstrið væri ekki hið hefðbundna kjarnafjölskyldumynstur, enda eyddi hann öllum stundum með pabba sínum þegar hann dvaldi hjá honum. „Mér fannst ég vera svo nálægt honum. Margir vinir mínir sem eiga foreldra sem voru ekki mikið að hanga með þeim. Þegar ég var hjá pabba, þá var ég bara með pabba. Ég var bara með honum í Playstation eins og hann væri félagi minn,“ segir Aron. „Hann var bara æðislegur í alla staði“ Aron er viðmælandi í lokaþætti Missis.Vísir/Vilhelm Hélt að pabbi væri í Bítlunum Aron segist ekki hafa fundið fyrir því að pabbi sinn væri þjóðþekktur Íslendingur. Þeir hafi átt hefðbundið feðgasamband og ekkert öðruvísi en það sem hann þekkti meðal vinna sinna – þó svo að þeim hafi fundist pabbi hans óvenju svalur. „Ég man mjög vel eftir að vinir mínir töluðu oft um það og sögðu: Er pabbi töff að sækja þig í skólann? Ertu að fara til hans um helgina?“ Eins og alþjóð veit einkenndi tónlist líf Sjonna frá unga aldri og síðustu tíu ár ævinnar hafði hann tónlistina að aðalstarfi. Tónlistaráhugi Sjonna fór ekki fram hjá Aroni og dró hann sínar ályktanir út frá því. „Þegar ég var í fyrsta bekk hélt ég að pabbi minn væri í Bítlunum. Ég sagði öllum krökkunum sem voru með mér í bekk að pabbi minn væri í Bítlunum. Hann var alltaf að syngja bítlalög og var í Bítlatónleik.“ Það var kannski ekki svo fjarri lagi að Aron héldi að pabbi hans væri í Bítlunum, enda setti Sjonni upp tónleikinn Bítl í Loftkastalanum ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni og Pálma Sigurhjartarsyni. Aron segir þá feðga hafa átt einstakt samband alla tíð. Þegar hann heimsótti pabba sinn eyddu þeir öllum stundum saman og voru bestu vinir.Úr einkasafni Seinna átti Sjonni svo eftir að taka þátt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þrisvar, fyrst árið 2005 með Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og árið eftir með lagið Áfram sem hann samdi ásamt Bryndísi Sunnu. Þriðja skiptið var árið 2010 með lagið Waterslide sem hann samdi sjálfur. Þrátt fyrir að hafa látist langt fyrir aldur fram átti hafði Sjonni ekki sungið sitt síðasta í Söngvakeppninni. Stuttu áður en hann lést hafði hann sent inn lagið Aftur heim, sem hann samdi við texta eiginkonu sinnar Þórunnar Ernu Clausen og átti að koma fram í forkeppninni seinna í sama mánuði. „Pabbi þinn er dáinn“ Aron var aðeins fimmtán ára gamall þegar pabbi hans lést. Á þeim tíma bjó hann með ömmu sinni og afa þar sem móðir hans hafði flust búferlum til Noregs, en hann var staðráðinn í því að klára skólann hér heima. Þegar hann rifjar upp kvöldið sem faðir hans lést er ljóst að það er skýrt í minni hans. „Þetta er 2011. Ég er fimmtán ára. 17. janúar. Ég man að ég var að læra fyrir stærðfræðipróf í tíunda bekk,“ segir Aron þegar hann rifjar upp þetta kvöld. „Ég heyri ömmu og afa vera að tala í símann mjög seint. Mér fannst það smá skrýtið. Svo er allt í einu stjúpmamma mín komin bara inn í stofu. Þau kalla á mig fram og ég finn strax að það er eitthvað búið að gerast.“ Aron var fimmtán ára gamall þegar pabbi hans lést.Vísir/Vilhelm Hann segir hugann hafa reikað að systur sinni Kristínu Maríu, sem þá var tíu ára gömul, en þó hafði hann ekki hugmynd um hvað hefði gerst. Eina sem hann vissi var að hann ætti ekki von á góðum fréttum. „Ég sé hvernig hún er á svipinn og hún segir bara: Pabbi þinn er dáinn.“ Hann segir fréttirnar hafa verið mikið áfall og hann hafi helst ekki viljað trúa þeim. Það hafi enginn aðdragandi verið að andlátinu og ekkert sem benti til þess að hann væri að fara að missa föður sinn. „Hann var ekki veikur, ég var að tala við hann í gær. Ég held ég hafi sagt „nei“ stanslaust í einhvern klukkutíma þarna heima. Nei nei nei. Líka því ég var ekki með neina útskýringu – hann datt bara niður. Það er ömurleg útskýring þegar maður vill fá öll svörin.“ Súrrealískt að hitta alla fjölskylduna við þessar aðstæður „Pabbi var bara einn heima þegar þetta gerist, hann fær heilablóðfall. Hann er bara einn með strákana og þeir eru sofandi, eða allavega segjast vera sofandi,“ segir Aron um kvöldið örlagaríka. Yngstu bræður Arons, þeir Haukur Örn og Róbert Hrafn, voru á heimilinu þegar þetta skeði en þeir voru fimm og tveggja ára gamlir. „Haukur heyrir einhvern dynk og labbar inn í stofu. Þar liggur hann á gólfinu. Hann er alls ekki nógu gamall til að vera að standa í þessu, hann er bara fimm ára en hringir í neyðarlínuna og er ótrúlega duglegur með það.“ Sama kvöld hittist fjölskyldan í Garðabænum hjá tengdaforeldrum Sjonna. Aron segir það hafa verið súrrealíska tilfinningu að hafa komið þangað og hitt alla stórfjölskylduna, enda var þetta nýskeð og fæstir að átta sig á því hvað hafði gerst. „Þetta var mjög súrrealískt þegar maður hugsar til baka, að vera kominn þarna og það eru allir samankomnir, hágrátandi og enginn veit neitt einhvern veginn. Við erum í einhverju tómarúmi þarna.“ Þegar Sjonni lést voru tæplega tvær vikur í að lagið hans Aftur heim átti að vera flutt í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þrátt fyrir að lagið hefði verið valið til þátttöku höfðu fæstir heyrt það fyrir utan Sjonna sjálfan og Þórunni. Hún ákvað því að spila lagið þetta kvöld. „Af einhverri ástæðu langaði hana að spila það fyrir okkur þannig þetta lag snerti mig alveg gríðarlega mikið. Þetta er lagið sem minnir mig á pabba og sérstaklega þennan dag,“ segir Aron og bætir við að lagið muni því alltaf fylgja minningu föður hans. „Það var líka mikið í textanum sem ég fór að tengja við sem einhver svör. Maður fór að pikka upp: Var hann að kveðja þarna? Var þetta eitthvað svoleiðis?“ Vildi ekki samþykkja að hann væri farinn Aron segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á því hvað hefði gerst. Óraunveruleikatilfinningin fylgdi honum lengi og það hafi verið mjög erfitt að vera án mömmu sinnar á þessum tíma, en hún tók næsta flug heim til Íslands. „Ég vaknaði daginn eftir í rúminu hjá ömmu og afa og þegar ég vaknaði hugsaði ég: Af hverju er ég hér? Af hverju er ég ekki í mínu rúmi? Þá þurfti ég að rifja upp að þetta var ekki eitthvað sem mig hafði verið að dreyma. Ég þurfti að minna mig á það að þetta gerðist.“ Sjonni var þjóðþekktur tónlistarmaður og má segja að andlát hans hafi verið áfall fyrir þjóðina, enda lést hann aðeins 36 ára gamall. Tíminn eftir andlát einkennist oft af skipulagi og undirbúningi fyrir jarðarför og því margir sem upplifa það að þeir fái ekki svigrúm til þess að staldra við og meðtaka aðstæðurnar. Aron nefnir til að mynda minningargreinar sem ættingjar og vinir fóru á fullt að skrifa, en sjálfur treysti hann sér ekki til þess. „Ég var ekki með í neinu af því. Ég vildi ekki samþykkja þetta. Ég hef verið að lesa þetta og það eru allir með mjög fallegar minningargreinar og ég man svo vel eftir þessu. Þegar ég var spurður hvort ég vildi skrifa eitthvað til pabba sagði ég bara nei, þetta var ekki búið að síast inn. Ég var ekki tilbúinn að koma með einhverja kveðjuræðu.“ Á sama tíma og Aron þurfti að horfast í augu við það að missa pabba sinn syrgði þjóðin listamanninn. Hann fann vel fyrir því að andlátið væri umtalað, enda var greint frá því strax daginn eftir. „Ég var ekki að gera mikið annað en að vera heima upp í rúmi þannig ég var ekki mikið að skoða þetta, en maður tók vel eftir því. Þetta var á öllum miðlum, að hann hefði fallið frá. Mikið af fólki að senda mér, fólk sem ég þekkti ekki einu sinni. Maður sá hversu vinmargur hann var og hversu marga hann þekkti.“ Fallegt að fylgjast með bestu vinum pabba í Eurovision Strax eftir andlát Sjonna var Aftur heim orðið lag sem var fjölskyldunni afar kært. Það var ákveðið að lagið skyldi taka þátt þrátt fyrir erfiðar aðstæður og voru vinir Sjonna, þeir Hreimur Örn Heimisson, Gunnar Ólason, Benedikt Brynleifsson, Vignir Snær, Matthías Matthíasson og Pálmi Sigurhjartarson fengnir til þess að flytja lagið. Hljómsveitin sem þeir mynduðu bar nafn með rentu, en þeir kölluðu sig Vinir Sjonna „Mér fannst það mjög falleg leið til að dreifa tónlistinni hans og koma boðskapnum hans áfram. Mér finnst ekkert mál að hlusta á þá syngja þetta lag, ég tengi allt öðruvísi við þetta þegar ég heyri hans rödd syngja þennan texta,“ segir Aron um þá ákvörðun að lagið myndi taka þátt. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður að sjá lokaútkomuna, enda að öllum líkindum síðasta skiptið sem pabbi hans tæki þátt í Söngvakeppninni. Þær áhyggjur hafi þó verið óþarfar. „Ég var ótrúlega stressaður fyrst þegar ég heyrði að þau ætluðu að fara með þetta. Ég vissi ekki hvernig það myndi koma út en þeir gerðu þetta frábærlega. Þetta eru allt bestu vinir pabba úr tónlistinni þannig þetta var mjög fallegt.“ Í miðju sorgarferli var því líkt og fjölskyldan hafði fundið nýjan tilgang í þessu öllu saman. Aron lýsir því hvernig hann hafi loksins fundið fyrir þeirri tilfinningu að vera spenntur aftur. Eftir andlát Sjonna hafi verið líkt og allt hefði stoppað og hann hugsað að það væri ekkert fram undan en þarna var eitthvað til þess að hlakka til. Fjölskylda og vinir fylgdust grannt með undirbúningi fyrir Söngvakeppnina og þjóðin fylgdi með, og var lagið á endanum valið til þess að vera framlag Íslands í Eurovision það árið. „Litli bróðir pabba sagði við mig þegar við komumst áfram að ef þetta myndi fara alla leið myndum við tveir, og kannski einhverjir fleiri, fara með. Svo bara fóru allir út; amma og afi, frændur og frænkur. Það var ótrúlega skemmtilegt en skrítið á sama tíma – að vera þarna út af þessu.“ Vildi að pabbi gæti heyrt sig syngja Leið Arons lá í Verslunarskólann eftir útskrift úr grunnskóla þar sem hann blómstraði í félagslífinu. Hann tók þátt í söngkeppnum og söngleikjum innan skólans og var augljóst að hann hafði erft hæfileika föður síns. Hann segist þó ekki hafa sungið mikið fram að því heldur hafi hlutirnir einfaldlega þróast þannig eftir að pabbi hans dó. „Pabbi var búinn að ákveða að gefa mér gítar í afmælisgjöf og ég á afmæli í febrúar. Hann deyr í janúar en ég fæ samt afmælisgjöfina frá honum. Ég hafði aldrei verið í tónlist eða neitt, reyndi einu sinni að læra á píanó en það gekk ekki neitt,“ segir Aron. Eftir það fór Aron að fikra sig áfram með gítarinn og sönginn samhliða því. Hann fann fljótt að það átti vel við sig en það hefði mátt koma fyrr. „Það sorglega með það er að hann hefur aldrei heyrt mig syngja, en ég veit alveg að hann horfir alveg niður til mín stoltur og sér hvað ég er búinn að gera í dag.“ Það hvarflaði því ekki að honum að hann myndi feta í fótspor föður síns og taka þátt í Söngvakeppninni sjálfur, og er hann sannfærður að hefði einhver spurt hann á þeim tíma hefði svarið verið þvert nei. Allt kom fyrir ekki og keppti hann til úrslita árið 2017 með lagið Hypnotized. „Ég fann mig svolítið í Versló að syngja og leika þar og svo var Þórunn með mér í Söngvakeppninni. Mér fannst það svolítið skrifað í skýin að þetta myndi enda þannig. Hann tók nokkrum sinnum þátt áður en þeir fóru 2011.“ Hann segist þakklátur fyrir tónlistina í dag enda hafði líf pabba hans að mestu snúist um tónlist. „Mér hefði aldrei dottið það í hug að ég færi að syngja. Það má alveg segja það að hann hafi skilið þetta eftir fyrir mig.“ Hjálpar að segja öðru fólki sögur af honum „Ég vissi ekkert hvað var venjulegt, og það veit enginn hvað á að gera eða hvernig á að vinna úr þessu. Mér fannst bara best að vera í kringum fólk,“ segir Aron um mánuðina eftir andlát pabba síns. Það hafi hjálpað mikið að fara aftur í skólann og aftur í rútínu. Aron erfði hæfileikana frá föður sínum. Það kom þó ekki í ljós fyrr en eftir að hann dó.Vísir/Vilhelm „Vinir mínir vissu ekki neitt hvernig þeir áttu að vera, en mér fannst svo gott að fara eftir skóla að gera það sem við vorum vanir að gera. Að fara aftur í rútína og að lífið héldi áfram, mér fannst það mjög mikilvægt.“ Aðspurður hvort honum hafi fundist gott að tala um áfallið segir hann ekki svo hafa verið fyrst um sinn. Með tíð og tíma hafi hann þó fundið að það hjálpaði honum að tala um pabba sinn við fólk sem þekkti hann ekki, og leyfa því þannig að kynnast honum í gegnum minningar og sögur. „Mér fannst alltaf svo erfitt að tala um þetta, sérstaklega við einhvern mjög náinn mér. Það endaði alltaf með því að báðir aðilar fóru að gráta og gátu ekki sagt neitt,“ segir Aron sem fann fyrir breytingu þegar hann talaði um þetta við fyrrverandi kærustu sína. „Þar er einstaklingur sem þekkir mig og elskar mig en tengist honum ekki og þekkir hann ekki. Mér fannst það ótrúlega gott, að tala við hana um þetta því hún fór ekki að gráta þegar ég fór að tala um hann. Mér fannst það hjálpa mér svo mikið því þá var ég að segja henni sögur af því hvernig hann var. Mér finnst svo gaman að lýsa fyrir öðrum hvernig hann var. Ég er ekkert að fara að segja það við mömmu, hún veit það.“ Dýrmætt að geta heyrt röddina hans Aron heldur mikið upp á tónlist pabba síns og segist hlusta mikið á hana, sérstaklega þegar hann vill hugsa til hans. Lagið Brosið þitt lýsir mér leið er í miklu uppáhaldi hjá honum, enda finnst honum það lýsa pabba sínum vel og lét meðal annars flúra það á sig til minningar um hann „Ég og Kristín María höfum oft verið að syngja það saman á uppákomum og mér finnst textinn í laginu og setningin „brosið þitt lýsir mér leið“ á svo vel við. Að hann sé að brosa til mín og muni lýsa okkur öllum leið. Það er allra uppáhalds lagið.“ „Mikilvægasta sem við eigum eftir hann eru öll lögin hans sem hann hefur gefið út. Af því hann fer svona skyndilega og þú nærð ekki að kveðja. Maður getur hlustað á tónlistina hans, heyrt röddina hans og horft á myndbönd af honum á netinu. Mér fannst það hjálpa mér rosalega mikið, að geta horft á hann aftur og heyrt röddina hans.“ Þegar hann vilji minnast pabba síns hlustar hann því mikið á tónlistina. Þó það sé erfitt þá finnist honum það líka heilandi að taka smá stund með honum og tónlistinni. „Þegar ég ætla að setjast niður og hlusta á hann, þá endar það yfirleitt í tárum. En mér finnst það ótrúlega gott á sama tíma, að horfa á hann og hlusta á hann. Sjá hversu fallegur hann var og hversu góð manneskja.“ Þá sé það einnig dýrmætt að vita hversu mikla ást og gleði pabbi hans skildi eftir sig. „Hann var bara einhver vinur allra. Það er búið að undirstrika það hjá mér, hversu góð manneskja hann var. Eftir jarðarförina, þá voru svo ótrúlega margir sem komu og ótrúlega margir sem tala vel um hann. Þá hugsaði ég að ég vil að fólk minnist mín svona. Þá tók ég þá ákvörðun að ég vil ekki eiga óvini – þetta er nákvæmlega eins og ég vil fara.“ Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Þegar þau Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. 22. febrúar 2020 09:00 Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. 15. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
„Það eru örugglega flestir sem segja þetta um pabba sinn en ég get ekki ímyndað mér betri pabba til að eiga. Hann var svo hress og glaður alltaf. Ég man ekki að hann hafi einhvern tímann verið reiður eða pirraður út í neinn.“ Svona lýsir Aron Brink föður sínum Sigurjóni Brink, sem lést árið 2011 aðeins 36 ára gamall. Sigurjón, sem var yfirleitt kallaður Sjonni, hafði fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu Íslendinga og vakið athygli fyrir tónlist sína. Dauðsfall hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og má segja að öll þjóðin hafi syrgt tónlistarmanninn sem kvaddi allt of snemma. Á meðan þjóðin syrgði listamanninn var fjölskylda sem syrgði manninn sem Sjonni hafði að geyma. Aron, sem er í dag 25 ára og stundar nám við Háskóla Íslands, segir líf og fjör hafa einkennt nærveru föður síns og þeir hafi alla tíð átt einstakt samband. Aron segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin birtast á Vísi á laugardögum. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Aron Brink „Ég er einkabarn foreldra minna. Pabbi á fjögur börn með þremur konum og ég er elstur þar í röðinni,“ segir Aron um uppvaxtarárin. Hann hafi aldrei fundið fyrir því að fjölskyldumynstrið væri ekki hið hefðbundna kjarnafjölskyldumynstur, enda eyddi hann öllum stundum með pabba sínum þegar hann dvaldi hjá honum. „Mér fannst ég vera svo nálægt honum. Margir vinir mínir sem eiga foreldra sem voru ekki mikið að hanga með þeim. Þegar ég var hjá pabba, þá var ég bara með pabba. Ég var bara með honum í Playstation eins og hann væri félagi minn,“ segir Aron. „Hann var bara æðislegur í alla staði“ Aron er viðmælandi í lokaþætti Missis.Vísir/Vilhelm Hélt að pabbi væri í Bítlunum Aron segist ekki hafa fundið fyrir því að pabbi sinn væri þjóðþekktur Íslendingur. Þeir hafi átt hefðbundið feðgasamband og ekkert öðruvísi en það sem hann þekkti meðal vinna sinna – þó svo að þeim hafi fundist pabbi hans óvenju svalur. „Ég man mjög vel eftir að vinir mínir töluðu oft um það og sögðu: Er pabbi töff að sækja þig í skólann? Ertu að fara til hans um helgina?“ Eins og alþjóð veit einkenndi tónlist líf Sjonna frá unga aldri og síðustu tíu ár ævinnar hafði hann tónlistina að aðalstarfi. Tónlistaráhugi Sjonna fór ekki fram hjá Aroni og dró hann sínar ályktanir út frá því. „Þegar ég var í fyrsta bekk hélt ég að pabbi minn væri í Bítlunum. Ég sagði öllum krökkunum sem voru með mér í bekk að pabbi minn væri í Bítlunum. Hann var alltaf að syngja bítlalög og var í Bítlatónleik.“ Það var kannski ekki svo fjarri lagi að Aron héldi að pabbi hans væri í Bítlunum, enda setti Sjonni upp tónleikinn Bítl í Loftkastalanum ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni og Pálma Sigurhjartarsyni. Aron segir þá feðga hafa átt einstakt samband alla tíð. Þegar hann heimsótti pabba sinn eyddu þeir öllum stundum saman og voru bestu vinir.Úr einkasafni Seinna átti Sjonni svo eftir að taka þátt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þrisvar, fyrst árið 2005 með Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og árið eftir með lagið Áfram sem hann samdi ásamt Bryndísi Sunnu. Þriðja skiptið var árið 2010 með lagið Waterslide sem hann samdi sjálfur. Þrátt fyrir að hafa látist langt fyrir aldur fram átti hafði Sjonni ekki sungið sitt síðasta í Söngvakeppninni. Stuttu áður en hann lést hafði hann sent inn lagið Aftur heim, sem hann samdi við texta eiginkonu sinnar Þórunnar Ernu Clausen og átti að koma fram í forkeppninni seinna í sama mánuði. „Pabbi þinn er dáinn“ Aron var aðeins fimmtán ára gamall þegar pabbi hans lést. Á þeim tíma bjó hann með ömmu sinni og afa þar sem móðir hans hafði flust búferlum til Noregs, en hann var staðráðinn í því að klára skólann hér heima. Þegar hann rifjar upp kvöldið sem faðir hans lést er ljóst að það er skýrt í minni hans. „Þetta er 2011. Ég er fimmtán ára. 17. janúar. Ég man að ég var að læra fyrir stærðfræðipróf í tíunda bekk,“ segir Aron þegar hann rifjar upp þetta kvöld. „Ég heyri ömmu og afa vera að tala í símann mjög seint. Mér fannst það smá skrýtið. Svo er allt í einu stjúpmamma mín komin bara inn í stofu. Þau kalla á mig fram og ég finn strax að það er eitthvað búið að gerast.“ Aron var fimmtán ára gamall þegar pabbi hans lést.Vísir/Vilhelm Hann segir hugann hafa reikað að systur sinni Kristínu Maríu, sem þá var tíu ára gömul, en þó hafði hann ekki hugmynd um hvað hefði gerst. Eina sem hann vissi var að hann ætti ekki von á góðum fréttum. „Ég sé hvernig hún er á svipinn og hún segir bara: Pabbi þinn er dáinn.“ Hann segir fréttirnar hafa verið mikið áfall og hann hafi helst ekki viljað trúa þeim. Það hafi enginn aðdragandi verið að andlátinu og ekkert sem benti til þess að hann væri að fara að missa föður sinn. „Hann var ekki veikur, ég var að tala við hann í gær. Ég held ég hafi sagt „nei“ stanslaust í einhvern klukkutíma þarna heima. Nei nei nei. Líka því ég var ekki með neina útskýringu – hann datt bara niður. Það er ömurleg útskýring þegar maður vill fá öll svörin.“ Súrrealískt að hitta alla fjölskylduna við þessar aðstæður „Pabbi var bara einn heima þegar þetta gerist, hann fær heilablóðfall. Hann er bara einn með strákana og þeir eru sofandi, eða allavega segjast vera sofandi,“ segir Aron um kvöldið örlagaríka. Yngstu bræður Arons, þeir Haukur Örn og Róbert Hrafn, voru á heimilinu þegar þetta skeði en þeir voru fimm og tveggja ára gamlir. „Haukur heyrir einhvern dynk og labbar inn í stofu. Þar liggur hann á gólfinu. Hann er alls ekki nógu gamall til að vera að standa í þessu, hann er bara fimm ára en hringir í neyðarlínuna og er ótrúlega duglegur með það.“ Sama kvöld hittist fjölskyldan í Garðabænum hjá tengdaforeldrum Sjonna. Aron segir það hafa verið súrrealíska tilfinningu að hafa komið þangað og hitt alla stórfjölskylduna, enda var þetta nýskeð og fæstir að átta sig á því hvað hafði gerst. „Þetta var mjög súrrealískt þegar maður hugsar til baka, að vera kominn þarna og það eru allir samankomnir, hágrátandi og enginn veit neitt einhvern veginn. Við erum í einhverju tómarúmi þarna.“ Þegar Sjonni lést voru tæplega tvær vikur í að lagið hans Aftur heim átti að vera flutt í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þrátt fyrir að lagið hefði verið valið til þátttöku höfðu fæstir heyrt það fyrir utan Sjonna sjálfan og Þórunni. Hún ákvað því að spila lagið þetta kvöld. „Af einhverri ástæðu langaði hana að spila það fyrir okkur þannig þetta lag snerti mig alveg gríðarlega mikið. Þetta er lagið sem minnir mig á pabba og sérstaklega þennan dag,“ segir Aron og bætir við að lagið muni því alltaf fylgja minningu föður hans. „Það var líka mikið í textanum sem ég fór að tengja við sem einhver svör. Maður fór að pikka upp: Var hann að kveðja þarna? Var þetta eitthvað svoleiðis?“ Vildi ekki samþykkja að hann væri farinn Aron segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á því hvað hefði gerst. Óraunveruleikatilfinningin fylgdi honum lengi og það hafi verið mjög erfitt að vera án mömmu sinnar á þessum tíma, en hún tók næsta flug heim til Íslands. „Ég vaknaði daginn eftir í rúminu hjá ömmu og afa og þegar ég vaknaði hugsaði ég: Af hverju er ég hér? Af hverju er ég ekki í mínu rúmi? Þá þurfti ég að rifja upp að þetta var ekki eitthvað sem mig hafði verið að dreyma. Ég þurfti að minna mig á það að þetta gerðist.“ Sjonni var þjóðþekktur tónlistarmaður og má segja að andlát hans hafi verið áfall fyrir þjóðina, enda lést hann aðeins 36 ára gamall. Tíminn eftir andlát einkennist oft af skipulagi og undirbúningi fyrir jarðarför og því margir sem upplifa það að þeir fái ekki svigrúm til þess að staldra við og meðtaka aðstæðurnar. Aron nefnir til að mynda minningargreinar sem ættingjar og vinir fóru á fullt að skrifa, en sjálfur treysti hann sér ekki til þess. „Ég var ekki með í neinu af því. Ég vildi ekki samþykkja þetta. Ég hef verið að lesa þetta og það eru allir með mjög fallegar minningargreinar og ég man svo vel eftir þessu. Þegar ég var spurður hvort ég vildi skrifa eitthvað til pabba sagði ég bara nei, þetta var ekki búið að síast inn. Ég var ekki tilbúinn að koma með einhverja kveðjuræðu.“ Á sama tíma og Aron þurfti að horfast í augu við það að missa pabba sinn syrgði þjóðin listamanninn. Hann fann vel fyrir því að andlátið væri umtalað, enda var greint frá því strax daginn eftir. „Ég var ekki að gera mikið annað en að vera heima upp í rúmi þannig ég var ekki mikið að skoða þetta, en maður tók vel eftir því. Þetta var á öllum miðlum, að hann hefði fallið frá. Mikið af fólki að senda mér, fólk sem ég þekkti ekki einu sinni. Maður sá hversu vinmargur hann var og hversu marga hann þekkti.“ Fallegt að fylgjast með bestu vinum pabba í Eurovision Strax eftir andlát Sjonna var Aftur heim orðið lag sem var fjölskyldunni afar kært. Það var ákveðið að lagið skyldi taka þátt þrátt fyrir erfiðar aðstæður og voru vinir Sjonna, þeir Hreimur Örn Heimisson, Gunnar Ólason, Benedikt Brynleifsson, Vignir Snær, Matthías Matthíasson og Pálmi Sigurhjartarson fengnir til þess að flytja lagið. Hljómsveitin sem þeir mynduðu bar nafn með rentu, en þeir kölluðu sig Vinir Sjonna „Mér fannst það mjög falleg leið til að dreifa tónlistinni hans og koma boðskapnum hans áfram. Mér finnst ekkert mál að hlusta á þá syngja þetta lag, ég tengi allt öðruvísi við þetta þegar ég heyri hans rödd syngja þennan texta,“ segir Aron um þá ákvörðun að lagið myndi taka þátt. Hann viðurkennir að hafa verið stressaður að sjá lokaútkomuna, enda að öllum líkindum síðasta skiptið sem pabbi hans tæki þátt í Söngvakeppninni. Þær áhyggjur hafi þó verið óþarfar. „Ég var ótrúlega stressaður fyrst þegar ég heyrði að þau ætluðu að fara með þetta. Ég vissi ekki hvernig það myndi koma út en þeir gerðu þetta frábærlega. Þetta eru allt bestu vinir pabba úr tónlistinni þannig þetta var mjög fallegt.“ Í miðju sorgarferli var því líkt og fjölskyldan hafði fundið nýjan tilgang í þessu öllu saman. Aron lýsir því hvernig hann hafi loksins fundið fyrir þeirri tilfinningu að vera spenntur aftur. Eftir andlát Sjonna hafi verið líkt og allt hefði stoppað og hann hugsað að það væri ekkert fram undan en þarna var eitthvað til þess að hlakka til. Fjölskylda og vinir fylgdust grannt með undirbúningi fyrir Söngvakeppnina og þjóðin fylgdi með, og var lagið á endanum valið til þess að vera framlag Íslands í Eurovision það árið. „Litli bróðir pabba sagði við mig þegar við komumst áfram að ef þetta myndi fara alla leið myndum við tveir, og kannski einhverjir fleiri, fara með. Svo bara fóru allir út; amma og afi, frændur og frænkur. Það var ótrúlega skemmtilegt en skrítið á sama tíma – að vera þarna út af þessu.“ Vildi að pabbi gæti heyrt sig syngja Leið Arons lá í Verslunarskólann eftir útskrift úr grunnskóla þar sem hann blómstraði í félagslífinu. Hann tók þátt í söngkeppnum og söngleikjum innan skólans og var augljóst að hann hafði erft hæfileika föður síns. Hann segist þó ekki hafa sungið mikið fram að því heldur hafi hlutirnir einfaldlega þróast þannig eftir að pabbi hans dó. „Pabbi var búinn að ákveða að gefa mér gítar í afmælisgjöf og ég á afmæli í febrúar. Hann deyr í janúar en ég fæ samt afmælisgjöfina frá honum. Ég hafði aldrei verið í tónlist eða neitt, reyndi einu sinni að læra á píanó en það gekk ekki neitt,“ segir Aron. Eftir það fór Aron að fikra sig áfram með gítarinn og sönginn samhliða því. Hann fann fljótt að það átti vel við sig en það hefði mátt koma fyrr. „Það sorglega með það er að hann hefur aldrei heyrt mig syngja, en ég veit alveg að hann horfir alveg niður til mín stoltur og sér hvað ég er búinn að gera í dag.“ Það hvarflaði því ekki að honum að hann myndi feta í fótspor föður síns og taka þátt í Söngvakeppninni sjálfur, og er hann sannfærður að hefði einhver spurt hann á þeim tíma hefði svarið verið þvert nei. Allt kom fyrir ekki og keppti hann til úrslita árið 2017 með lagið Hypnotized. „Ég fann mig svolítið í Versló að syngja og leika þar og svo var Þórunn með mér í Söngvakeppninni. Mér fannst það svolítið skrifað í skýin að þetta myndi enda þannig. Hann tók nokkrum sinnum þátt áður en þeir fóru 2011.“ Hann segist þakklátur fyrir tónlistina í dag enda hafði líf pabba hans að mestu snúist um tónlist. „Mér hefði aldrei dottið það í hug að ég færi að syngja. Það má alveg segja það að hann hafi skilið þetta eftir fyrir mig.“ Hjálpar að segja öðru fólki sögur af honum „Ég vissi ekkert hvað var venjulegt, og það veit enginn hvað á að gera eða hvernig á að vinna úr þessu. Mér fannst bara best að vera í kringum fólk,“ segir Aron um mánuðina eftir andlát pabba síns. Það hafi hjálpað mikið að fara aftur í skólann og aftur í rútínu. Aron erfði hæfileikana frá föður sínum. Það kom þó ekki í ljós fyrr en eftir að hann dó.Vísir/Vilhelm „Vinir mínir vissu ekki neitt hvernig þeir áttu að vera, en mér fannst svo gott að fara eftir skóla að gera það sem við vorum vanir að gera. Að fara aftur í rútína og að lífið héldi áfram, mér fannst það mjög mikilvægt.“ Aðspurður hvort honum hafi fundist gott að tala um áfallið segir hann ekki svo hafa verið fyrst um sinn. Með tíð og tíma hafi hann þó fundið að það hjálpaði honum að tala um pabba sinn við fólk sem þekkti hann ekki, og leyfa því þannig að kynnast honum í gegnum minningar og sögur. „Mér fannst alltaf svo erfitt að tala um þetta, sérstaklega við einhvern mjög náinn mér. Það endaði alltaf með því að báðir aðilar fóru að gráta og gátu ekki sagt neitt,“ segir Aron sem fann fyrir breytingu þegar hann talaði um þetta við fyrrverandi kærustu sína. „Þar er einstaklingur sem þekkir mig og elskar mig en tengist honum ekki og þekkir hann ekki. Mér fannst það ótrúlega gott, að tala við hana um þetta því hún fór ekki að gráta þegar ég fór að tala um hann. Mér fannst það hjálpa mér svo mikið því þá var ég að segja henni sögur af því hvernig hann var. Mér finnst svo gaman að lýsa fyrir öðrum hvernig hann var. Ég er ekkert að fara að segja það við mömmu, hún veit það.“ Dýrmætt að geta heyrt röddina hans Aron heldur mikið upp á tónlist pabba síns og segist hlusta mikið á hana, sérstaklega þegar hann vill hugsa til hans. Lagið Brosið þitt lýsir mér leið er í miklu uppáhaldi hjá honum, enda finnst honum það lýsa pabba sínum vel og lét meðal annars flúra það á sig til minningar um hann „Ég og Kristín María höfum oft verið að syngja það saman á uppákomum og mér finnst textinn í laginu og setningin „brosið þitt lýsir mér leið“ á svo vel við. Að hann sé að brosa til mín og muni lýsa okkur öllum leið. Það er allra uppáhalds lagið.“ „Mikilvægasta sem við eigum eftir hann eru öll lögin hans sem hann hefur gefið út. Af því hann fer svona skyndilega og þú nærð ekki að kveðja. Maður getur hlustað á tónlistina hans, heyrt röddina hans og horft á myndbönd af honum á netinu. Mér fannst það hjálpa mér rosalega mikið, að geta horft á hann aftur og heyrt röddina hans.“ Þegar hann vilji minnast pabba síns hlustar hann því mikið á tónlistina. Þó það sé erfitt þá finnist honum það líka heilandi að taka smá stund með honum og tónlistinni. „Þegar ég ætla að setjast niður og hlusta á hann, þá endar það yfirleitt í tárum. En mér finnst það ótrúlega gott á sama tíma, að horfa á hann og hlusta á hann. Sjá hversu fallegur hann var og hversu góð manneskja.“ Þá sé það einnig dýrmætt að vita hversu mikla ást og gleði pabbi hans skildi eftir sig. „Hann var bara einhver vinur allra. Það er búið að undirstrika það hjá mér, hversu góð manneskja hann var. Eftir jarðarförina, þá voru svo ótrúlega margir sem komu og ótrúlega margir sem tala vel um hann. Þá hugsaði ég að ég vil að fólk minnist mín svona. Þá tók ég þá ákvörðun að ég vil ekki eiga óvini – þetta er nákvæmlega eins og ég vil fara.“
Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Þegar þau Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. 22. febrúar 2020 09:00 Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. 15. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30
Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00
Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Þegar þau Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. 22. febrúar 2020 09:00
Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. 15. febrúar 2020 09:00