Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 14:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt skiptinguna fyrir ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira