Móðir Sæunnar ákvað að svelta sig til dauða Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Sæunn Kjartansdóttir skrifaði bók um samband sitt við móður sína og um þá reynslu þegar hún ákvað að svelta sig til dauða fyrir framan hana. Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira