Enski boltinn

Sjáðu hvernig Auba­­mey­ang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dauðafærið umtalaða.
Dauðafærið umtalaða. vísir/getty

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik.

Aubameyang virtist vera að skjóta Arsenal áfram er hann skoraði í framlengingunni en í uppbótartíma komust Grikkirnir aftur yfir með marki eftir hornspyrnu.

Gabon-maðurinn fékk þó eitt tækifæri til viðbótar er hann brenndi af algjöru dauðafæri á lokasekúndunni. Færið má sjá hér að neðan.

„Ég veit ekki hvernig ég fór að því að klúðra þessu færi. Þetta gerist en ég veit ekki hvernig ég fór að þessu. Ég var þreyttur, var með krampa en það er ekki afsökun,“ sagði fyrirliðinn í leikslok.



Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var niðurlútur i leikslok.

„Þetta svíður mikið. Við vorum með fulla stjórn á leiknum en mark eftir fast leikatriði setti okkur í erfiða stöðu. Þegar þú færð á þig fjögur mörk úr föstum leikatriðum í tveimur leikjum er það mjög erfitt.“

„Að sækja gegn þessum varnarmúr var erfitt en við sköpuðum nægilega mikið til þess að vinna þennan leik nokkuð þægilega.“

Arsenal er því úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir að hafa farið alla leið í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en næsti leikur liðsins er gegn Portsmouth í enska bikarnum á mánudagskvöldið.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum sem og þetta ótrúlega klúður hjá Aubameyang í blálokin.

Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Olympiakos




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×