27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Eiður Smári Guðjohsen og Adrian Mutu. Samsett/Getty Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. 12. ágúst 2003 borgaði Chelsea ítalska félaginu Parma 22,5 milljónir evra fyrir rúmenska framherjann Adrian Mutu og hann gerði fimm ára samning við Chelsea. Rússinn Roman Abramovich var nýbúinn að eignast Chelsea og dældi strax peningum inn í félagið. Adrian Mutu byrjaði frábærlega með Chelsea liðinu, skoraði sigurmark í fyrsta leik og alls fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Chelsea. Eiður Smári hafði skorað tíu deildarmörk tímabilið á undan en var kominn á bekkinn í fyrsta leik Mutu. Eiður Smári var aðeins fjórum sinnum í byrjunarliðinu í nítján deildarleikjum fram að áramótum. Adrian Mutu skoraði hins vegar aðeins 2 mörk í síðustu 22 leikjum sínum á leiktíðinni og var orðin algjör aukaleikari undir loka tímabilsins. Á sama tíma var Eiður Smári aftur orðinn fastagestur í Chelsea liðinu. Eiði Smára tókst að standast samkeppnina og gott betur. Adrian Mutu og Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Chelsra á móti Arsenal.Getty/Mike Egerton Mótlætið fór greinilega illa í Adrian Mutu og í september 2004 þá var hann dæmdur í sjö mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans í lyfjaprófi. Mutu lenti síðan upp á kant við knattspyrnustjórann Jose Mourinho og Chelsea sagði á endanum upp samningnum við hann eftir að upp komst um kókaíneysluna. Adrian Mutu fór til Juventus og þaðan til Fiorentina þar sem hann átti sín bestu ár. Adrian Mutu lék einnig stórt hlutverk með rúmenska landsliðinu og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Gheorghe Hagi. Eiður Smári Guðjohnsen upplifði aftur á móti sína skemmtilegustu tíma á Brúnni eftir þetta því hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea áður en félagið seldi hann til spænska stórliðsins Barcelona haustið 2006. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Adrian Mutu fagnar Eiði Smári Guðjohnsen.Getty/ Tony Marshall
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00