Sportpakkinn: „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2020 18:45 Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Sjá meira
Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Sjá meira
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30
Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00
Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09
Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30