Gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira