Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 14:14 Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó í dag. Hér er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að fara yfir stöðuna með sínu fólki. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg. Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg.
Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira