Pep og vandræði hans í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2020 07:00 Pep þungt hugsi. Vísir/Getty Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira