Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2020 19:15 Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur. Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur.
Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45