Kórónaveirusmit í Austurríki og Króatíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 12:31 Andrej Plenković, forsætisráðherra Króatíu, greindi þjóð sinni frá fyrsta smitinu þar í landi í morgun. Getty/Bloomberg Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14