Kórónaveirusmit í Austurríki og Króatíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 12:31 Andrej Plenković, forsætisráðherra Króatíu, greindi þjóð sinni frá fyrsta smitinu þar í landi í morgun. Getty/Bloomberg Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14