Hvetja til aukinna öryggisráðstafana við hátíðarhöld Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 12:08 Lögreglumenn á vettvangi þar sem ökumaður ók silfurlituðum Mercedes inn í hóp fólks í Volksmarsen í vestanverðu Þýskalandi. AP/Uwe Zucchi Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta. Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta.
Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44