Hvetja til aukinna öryggisráðstafana við hátíðarhöld Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 12:08 Lögreglumenn á vettvangi þar sem ökumaður ók silfurlituðum Mercedes inn í hóp fólks í Volksmarsen í vestanverðu Þýskalandi. AP/Uwe Zucchi Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta. Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta.
Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44