Segir leikmenn úr rúmenska hópnum stunda of mikið kynlíf Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 23:30 Florinel Coman er ein helsta stjarna FCSB og var lykilmaður í liði Rúmena sem enduðu í 4. sæti á EM U21-liða í fyrra. vísir/getty Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37
Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30
Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01