Innflytjendur keppast við að koma upp og reka matarvagna í Reykjavík í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. febrúar 2020 19:30 Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar. Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar.
Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent