Innflytjendur keppast við að koma upp og reka matarvagna í Reykjavík í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. febrúar 2020 19:30 Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar. Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar.
Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira