Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 13:42 Teikning af Assange í réttarsal í morgun. AP/Elizabeth Cook Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36