Versta útreið flokks Merkel í sambandslandskosningum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:44 Katharina Fegebank, odddviti Græningja og varaborgarstjóri Hamborgar, (t.v.) og Annalena Baerbock, formaður flokksins, fögnuðu úrslitunum í gærkvöldi. AP/Kay Nietfield/DPA Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00