Örlagaríkt rifrildi við Victoriu Beckham Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Mel C, eða Sporty Spice, og Victoria Beckham, eða Posh Spice, þegar vinsældir Kryddpíanna stóðu sem hæst. Vísir/getty Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra. Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra.
Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59
Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15
Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15