Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. AÐSEND Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna. Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna.
Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46