Þremur leikjum sem áttu að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag hefur verið frestað vegna ótta við útbreiðslu COVID19-veirunnar.
Þar á meðal er leikur Inter og Sampdoria. Leik kvennaliða AC Milan og Fiorentina hefur einnig verið frestað. Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með Milan. Emil Hallfreðsson og félagar hans í C-deildarliðinu Padova geta heldur ekki mætt ArzignanoChiampo í dag.
Alls hafa 79 manns smitast af veirunni á Ítalíu og tveir látist af völdum hennar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða vegna útbreiðslu veirunnar.
Öllum íþróttaleikjum sem áttu að fara fram í Venetó og Langbarðalandi (Lombardy) í dag hefur t.a.m. verið frestað. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær.
Auk leiks Inter og Sampdoria hefur leikjum Verona og Cagliari og Atalanta og Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni verið frestað.
Einnig var leik AC Milan og Fiorentina í ítölsku kvennadeildinni frestað eins og áður sagði.
Serie A Femminile: rinviata #MilanFiorentina
— AC Milan (@acmilan) February 23, 2020
Su disposizione del Governo tutte le manifestazioni sportive di domenica 23 febbraio in Lombardia sono sospese.
Due to the Coronavirus outbreak, all sporting events in Lombardy have been called off including Rossonere's clash.
Alls hafa 2348 manns látist af völdum veirunnar í Kína og ellefu í öðrum löndum. COVID19-smit hafa greinst í 26 löndum.