Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 21:15 Áslaug Ýr Hjartardóttir er ánægð með þá þjónustu sem hún fékk í Háskóla Íslands. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi á Íslandi útskrifaðist í dag með BS gráðu í viðskiptafræði. Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. Um 400 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag. Þar á meðal hin 23 ára Áslaug Ýr Hjartardóttir sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur en hún er fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi hér á landi. Daufblindur er einstaklingur sem er mjög skertur á sjón og heyrn. Áslaug segist virkilega ánægð með þá þjónustu sem hún fékk hjá háskólanum en skólinn útvegaði henni meðal annars túlk í tímum auk dæmatímakennara þegar þörf var á frekari aðstoð. Móðir Áslaugar segir að í tilviki dóttur hennar hafi skólinn uppfyllt að fullu ákvæði í samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er snýr að menntun. „Ég er mjög þakklát fyrir allt starfsfólkið í háskólanum og þjónustuna sem ég fékk,“ segir Áslaug Ýr, viðskiptafræðingur. Áslaug ætlar ekki að láta viðskiptafræðigráðuna duga en hún er á leið í frekara háskólanám. „Ég er að byrja í bókmenntafræði. Áður en ég byrjaði í háskólanum ákvað ég að fara í viðskiptafræði, svo bókmenntafræði og svo ákveða hvað ég ætla að gera í lífinu,“ segir Áslaug.Ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að gera? „Kannski vera bókaútgefandi eða rithöfundur. Kannski enda ég á markaðsskrifstofu,“ segir Áslaug. Hún segir félagslífið það skemmtilegasta við háskólann, en Áslaug tók virkan þátt í nemendafélaginu auk þess sem hún bauð sig fram til Stúdentaráðs. Hún segir daginn í dag gleðidag. „Ég ætla að útskrifast úr viðskiptafræði svo ætla ég að eyða deginum með fjölskyldunni og fagna áfanganum.“ Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi á Íslandi útskrifaðist í dag með BS gráðu í viðskiptafræði. Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. Um 400 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag. Þar á meðal hin 23 ára Áslaug Ýr Hjartardóttir sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur en hún er fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi hér á landi. Daufblindur er einstaklingur sem er mjög skertur á sjón og heyrn. Áslaug segist virkilega ánægð með þá þjónustu sem hún fékk hjá háskólanum en skólinn útvegaði henni meðal annars túlk í tímum auk dæmatímakennara þegar þörf var á frekari aðstoð. Móðir Áslaugar segir að í tilviki dóttur hennar hafi skólinn uppfyllt að fullu ákvæði í samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er snýr að menntun. „Ég er mjög þakklát fyrir allt starfsfólkið í háskólanum og þjónustuna sem ég fékk,“ segir Áslaug Ýr, viðskiptafræðingur. Áslaug ætlar ekki að láta viðskiptafræðigráðuna duga en hún er á leið í frekara háskólanám. „Ég er að byrja í bókmenntafræði. Áður en ég byrjaði í háskólanum ákvað ég að fara í viðskiptafræði, svo bókmenntafræði og svo ákveða hvað ég ætla að gera í lífinu,“ segir Áslaug.Ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að gera? „Kannski vera bókaútgefandi eða rithöfundur. Kannski enda ég á markaðsskrifstofu,“ segir Áslaug. Hún segir félagslífið það skemmtilegasta við háskólann, en Áslaug tók virkan þátt í nemendafélaginu auk þess sem hún bauð sig fram til Stúdentaráðs. Hún segir daginn í dag gleðidag. „Ég ætla að útskrifast úr viðskiptafræði svo ætla ég að eyða deginum með fjölskyldunni og fagna áfanganum.“
Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira