Tónlistarbrú milli Íslands og Rússlands Alexandra Chernyshova & Russian Souvenir kynna 25. febrúar 2020 09:45 Alexandra Chernyshova sópransöngkona, tónskáld og kennari stofnaði Russian Souvenir til að kynna klassíska tónlistarmenningu Íslands og Rússlands. Tónleikar tileinkaðir rússneska ljóðskáldinu Alexander Pushkin fara fram í Hörpu laugardaginn 29. febrúar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, sem stofnuð var árið 2016 af óperusöngkonunni Alexöndru Chernyshovu. Hún hefur verið búsett hér á landi hátt í tuttugu ár og er umhugað um að kynna tónlistarmenningu hvorrar þjóðar fyrir hinni. Hún hefur staðið fyrir á þriðja tug viðburða í tengslum við Russian Souvenir, á Íslandi og í Rússlandi. „Russian Souvenir myndar tónlistarbrú milli landanna tveggja og verða tónleikarnir í Hörpu tuttugasta og sjöunda verkefnið okkar. Rússneska sendiráðið á Íslandi er styrktaraðili Russian Souvenir ásamt Menningarsjóði FÍH,“ útskýrir Alexandra. „Hugmyndin að Russian Souvenir kviknaði fyrir fjórum árum, út frá vináttunni og út frá ástinni á rússneskri og íslenskri klassískri tónlist en verkefnið gengur út á að vekja áhuga og forvitni hjá íslenskum og rússneskum áheyrendum og gefa þeim tækifæri á að fræðast um tónlist landanna tveggja og kynnast annarri menningu. Á tónleikunum í Hörpu munum við flytja gamlar og nýjar rússneskar perlur og einnig munum við frumflytja sjö rómönsur eftir tónskáldið Antoniu Rostovskuju við ljóð Puskin, sem Antonia skrifaði fyrir mína rödd. Katie Buckley leikur undir á hörpu.“ Í viðburðum Russian Souvenir á Íslandi er rússnesk tónlist í forgrunni en íslensk tónlist þegar viðburðir fara fram í Rússlandi. Í sumar sem leið stóð Alexandra fyrir tónleikum í Pétursborg, Russian Souvenir: introducing Iceland, og komu fram bæði íslenskir og rússneskir listamenn. „Flytjendur á tónleikunum í Pétursborg, auk mín voru Gerður Bolladóttir, sópran og tónskáld og Sergei Telenkov, flottur bassi-baritón frá Moskvu sem gerði sér lítið fyrir og söng á íslensku á tónleikunum. Við flygilinn var Kjartan Valdemarsson. Tónleikunum fylgdi einnig falleg ljósmyndasýning eftir Jón R. Hilmarsson, Iceland-Beyond Expectations,“ útskýrir Alexandra. Féll fyrir Íslendingi og stofnaði Óperu Skagafjarðar Ástin teymdi Alexöndru til Íslands og hér hefur hún bæði skapað og flutt tónlist áður en hún tók til við tónsmíðar. „Ég kynntist manninum mínum, Jóni Rúnari Hilmarssyni á Spáni og flutti með honum til Íslands fyrir sautján árum. Ég er lærð óperusöngkona og kennari, fædd í Kænugarði en foreldrar mínir eru frá Úkraínu og Rússlandi, pabbi er lögfræðingur og mamma prófessor í kennslufræðum við Háskólann í Pétursborg. Fyrstu árin á Íslandi bjó ég í Skagafirði og árið 2007 var mikið ævintýraár hjá mér en þá stofnaði ég Óperu Skagafjarðar og Söngskóla Alexöndru. Ópera Skagafjarðar setti alls fimm óperur á svið með frábærum árangri og stúlknakór söngskólans tók þátt í þremur alþjóðlegum tónlistarverkefnum,“ segir Alexandra.Skrifaði óperuna Skáldið og biskupsdóttirin„Á meðan ég bjó í Skagafirði skráði ég mig í alþjóðlegt Meistaranám í nýsköpun í tónlist við Listaháskóla Íslands. Þar með fór boltinn að rúlla í tónskáldaáttina hjá mér því þó ég hafi fengið stórar viðurkenningar á unga aldri fyrir tónsmíðar hafði ég aldrei lagt þær almennilega fyrir mig. Árið 2013 skrifaði ég mína fyrstu óperu, Skáldið og biskupsdóttirin, við handrit vinkonu minnar, leikkonunnar og leikstjórans Guðrúnar Ásmundsdóttur,“ segir Alexandra. Óperan var frumflutt hér á Íslandi í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit og einnig flutt í Rússlandi. „Við fluttum hana í Moskvu í Tónlistarakademíunni Gnessin og svo í Kiev Tónlistarakademíunni Glier. Einnig söng ég aríur úr óperunni á tónleikunum í Japan, Danmörku og í Noregi og alls staðar fengum við frábærar viðtökur,“ segir Alexandra og tónsmíðaboltinn heldur áfram að rúlla. „Þegar við eignuðumst okkar þriðja barn fór mig að langa til að skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir börn. Í framhaldinu fæddist óperuballettinn Ævintýrið um Norðurljósin, fyrir börn og fullorðna. Ballettinn var frumsýndur í Norðurljósasal Hörpu árið 2018. Þessa dagana er ég að vinna að minni þriðju óperu ásamt því að undirbúa tónleikana á laugardaginn. Ég hvet fólk til að koma á þennan fallega viðburð og kynnast rússneskri tónlistarmenningu,“ segir Alexandra. Nánar má kynna sér verk Alexöndru á heimsíðu hennar. Og á youtube. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Russian Souvenir. Menning Tónlist Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira
Tónleikar tileinkaðir rússneska ljóðskáldinu Alexander Pushkin fara fram í Hörpu laugardaginn 29. febrúar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, sem stofnuð var árið 2016 af óperusöngkonunni Alexöndru Chernyshovu. Hún hefur verið búsett hér á landi hátt í tuttugu ár og er umhugað um að kynna tónlistarmenningu hvorrar þjóðar fyrir hinni. Hún hefur staðið fyrir á þriðja tug viðburða í tengslum við Russian Souvenir, á Íslandi og í Rússlandi. „Russian Souvenir myndar tónlistarbrú milli landanna tveggja og verða tónleikarnir í Hörpu tuttugasta og sjöunda verkefnið okkar. Rússneska sendiráðið á Íslandi er styrktaraðili Russian Souvenir ásamt Menningarsjóði FÍH,“ útskýrir Alexandra. „Hugmyndin að Russian Souvenir kviknaði fyrir fjórum árum, út frá vináttunni og út frá ástinni á rússneskri og íslenskri klassískri tónlist en verkefnið gengur út á að vekja áhuga og forvitni hjá íslenskum og rússneskum áheyrendum og gefa þeim tækifæri á að fræðast um tónlist landanna tveggja og kynnast annarri menningu. Á tónleikunum í Hörpu munum við flytja gamlar og nýjar rússneskar perlur og einnig munum við frumflytja sjö rómönsur eftir tónskáldið Antoniu Rostovskuju við ljóð Puskin, sem Antonia skrifaði fyrir mína rödd. Katie Buckley leikur undir á hörpu.“ Í viðburðum Russian Souvenir á Íslandi er rússnesk tónlist í forgrunni en íslensk tónlist þegar viðburðir fara fram í Rússlandi. Í sumar sem leið stóð Alexandra fyrir tónleikum í Pétursborg, Russian Souvenir: introducing Iceland, og komu fram bæði íslenskir og rússneskir listamenn. „Flytjendur á tónleikunum í Pétursborg, auk mín voru Gerður Bolladóttir, sópran og tónskáld og Sergei Telenkov, flottur bassi-baritón frá Moskvu sem gerði sér lítið fyrir og söng á íslensku á tónleikunum. Við flygilinn var Kjartan Valdemarsson. Tónleikunum fylgdi einnig falleg ljósmyndasýning eftir Jón R. Hilmarsson, Iceland-Beyond Expectations,“ útskýrir Alexandra. Féll fyrir Íslendingi og stofnaði Óperu Skagafjarðar Ástin teymdi Alexöndru til Íslands og hér hefur hún bæði skapað og flutt tónlist áður en hún tók til við tónsmíðar. „Ég kynntist manninum mínum, Jóni Rúnari Hilmarssyni á Spáni og flutti með honum til Íslands fyrir sautján árum. Ég er lærð óperusöngkona og kennari, fædd í Kænugarði en foreldrar mínir eru frá Úkraínu og Rússlandi, pabbi er lögfræðingur og mamma prófessor í kennslufræðum við Háskólann í Pétursborg. Fyrstu árin á Íslandi bjó ég í Skagafirði og árið 2007 var mikið ævintýraár hjá mér en þá stofnaði ég Óperu Skagafjarðar og Söngskóla Alexöndru. Ópera Skagafjarðar setti alls fimm óperur á svið með frábærum árangri og stúlknakór söngskólans tók þátt í þremur alþjóðlegum tónlistarverkefnum,“ segir Alexandra.Skrifaði óperuna Skáldið og biskupsdóttirin„Á meðan ég bjó í Skagafirði skráði ég mig í alþjóðlegt Meistaranám í nýsköpun í tónlist við Listaháskóla Íslands. Þar með fór boltinn að rúlla í tónskáldaáttina hjá mér því þó ég hafi fengið stórar viðurkenningar á unga aldri fyrir tónsmíðar hafði ég aldrei lagt þær almennilega fyrir mig. Árið 2013 skrifaði ég mína fyrstu óperu, Skáldið og biskupsdóttirin, við handrit vinkonu minnar, leikkonunnar og leikstjórans Guðrúnar Ásmundsdóttur,“ segir Alexandra. Óperan var frumflutt hér á Íslandi í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit og einnig flutt í Rússlandi. „Við fluttum hana í Moskvu í Tónlistarakademíunni Gnessin og svo í Kiev Tónlistarakademíunni Glier. Einnig söng ég aríur úr óperunni á tónleikunum í Japan, Danmörku og í Noregi og alls staðar fengum við frábærar viðtökur,“ segir Alexandra og tónsmíðaboltinn heldur áfram að rúlla. „Þegar við eignuðumst okkar þriðja barn fór mig að langa til að skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir börn. Í framhaldinu fæddist óperuballettinn Ævintýrið um Norðurljósin, fyrir börn og fullorðna. Ballettinn var frumsýndur í Norðurljósasal Hörpu árið 2018. Þessa dagana er ég að vinna að minni þriðju óperu ásamt því að undirbúa tónleikana á laugardaginn. Ég hvet fólk til að koma á þennan fallega viðburð og kynnast rússneskri tónlistarmenningu,“ segir Alexandra. Nánar má kynna sér verk Alexöndru á heimsíðu hennar. Og á youtube. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Russian Souvenir.
Menning Tónlist Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Sjá meira