Sneri við blaðinu eftir að kærastinn fór frá henni: „Fannst ég feit, ljót og ömurleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Tinna Rós sneri við blaðinu eftir áskorun á Facebook. Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira