Að tala við tækin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun