Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:15 Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Jean Catuffe/ Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira