40 þúsund manns ferðuðust 55 km til að styðja við bakið á Atalanta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:30 Stuðningsmenn Atalanta á leiknum á San Siro í gær. Getty/Marcio Machado Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Atalanta á nú mikla möguleika á því að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið fær mikinn stuðning þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í kringum heimaleiki félagsins. Atalanta vann 4-1 sigur á Valencia í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn fer síðan fram á Spáni í mars. Staðan er vissulega góð þrátt fyrir að liðið spili eiginlega bara útileiki í keppninni. Atalanta produce a night to remember with 4-1 defeat of Valencia https://t.co/rlgwLetsT9— Guardian sport (@guardian_sport) February 20, 2020 Atalanta spilar nefnilega ekki heimaleiki sína í Meistaradeildinni á sínum eigin leikvangi í Bergamo. Knattspyrnusamband Evrópu leyfir félaginu ekki að spila Meistaradeildarleiki á Gewiss leikvanginum í Bergamo af því hann stenst ekki kröfur sambandsins. Atalanta hefur því spilað heimaleiki sína á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni á San Siro leikvanginum í Mílanó sem er heimavöllur AC Milan og Internazionale. Atalanta’s stadium only holds 16,000 They play #UCL games at the San Siro 30 miles away. They’re based in Bergamo, a city with 122,000 people. Tonight they took 40,000 fans with them Great support #ATAVCFpic.twitter.com/xT6ADuBGT2— ShotOnGoal (@shotongoal247) February 19, 2020 San Siro er í 55 kílómetra fjarlægð frá Bergamo, heimaborg Atalanta. Það kom ekki í veg fyrir það að 40 þúsund stuðningsmenn Atalanta liðsins hafi ferðast þessa leið í gær til að styðja við bakið á sínu liði í þessum mikilvæga leik. Ástin á félagið í Bergamo hefur alltaf verið mikil en hún hefur margfaldast eftir frábært gengi liðsins á þessu tímabili. Nú hefur Atalanta örugglega eignast líka stuðningsfólk út um allan heim. “Since 2010, every infant born in Bergamo is sent a mini Atalanta replica kit” | @tomwfootball on Atalanta’s special bond with their fans— B/R Football (@brfootball) February 19, 2020 Heimavöllur Atalanta tekur „aðeins“ 21 þúsund manns og íbúafjöldinn í Bergamo er „bara“ 122 þúsund. Það hefur örugglega verið mjög gaman hjá þessum 40 þúsund Atalanta stuðningsmönnum á heimleiðinni eftir leikinn í gærkvöldi. Þeir geta farið að undirbúa það að skreppa í aðra Mílanó ferð þegar átta liða úrslitin verða spiluð. Hér fyrir neðan má sjá mörk Atalanta liðsins í leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn