Orlando kom öllum á óvart og Heat lagði Pacers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 22:55 Það var hart barist í Disney World í kvöld. Kim Klement-Pool/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins, og næturinnar, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar er nú lokið. Lauk þeim báðum með 12 stiga sigrum. Orlando kom öllum á óvart og lagði Milwaukee Bucks af velli, 122-110. Þá vann Miami Heat góðan sigur á Indana Pacers, 113-101. Talið var nær öruggt að Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks myndu jarða Orlando Magic enda þarna liðin í 1. og 8. sæti Austurdeildarinnar að mætast. Orlando spilaði hins vegar frábærlega og verðskulduðu sigurinn svo sannarlega. Orlando var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og var það enn staðan þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 62-52. Í þeim síðara var það sama upp á teningnum og tókst Orlando að landa einstaklega óvæntum sigir í fyrsta leik í rimmu félaganna. Lokatölur 122-110 og Orlandi þar af leiðandi komið í 1-0 en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar. @NikolaVucevic puts up an #NBAPlayoffs career-high 35 PTS (5 3PM), 14 REB, steering the @OrlandoMagic to victory in Game 1! #WholeNewGame Game 2: Thurs. (8/20) - 6pm/et, ESPN pic.twitter.com/qPgKbgaHX1— NBA (@NBA) August 18, 2020 Nikola Vucevic var stigahæstur hjá Orlando með 35 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira. Hjá Bucks var Giannis stiga og frákastahæstur. Hann skoraði 31 stig og tók 17 fráköst. Miami Heat lagði svo Indiana Pacers af velli 113-101. Sá leikur var töluvert kaflaskiptari en Indiana byrjuðu betur en voru samt sem áður undir í hálfleik. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir síðasta fjórðung leiksins en þar voru Heat mun sterkari og unnu eins og áður sagði 12 stiga sigur. Jimmy B (14 PTS) and Bam (12 PTS) pace the @MiamiHEAT's 1st half of Game 1 on TNT!#HEATTwitter #NBAPlayoffs pic.twitter.com/DJCnImeFhr— NBA (@NBA) August 18, 2020 Jimmy Butler var að venju stigahæstur í liði Heat með 28 stig. Goran Dragic kom þar á eftir og þá var Bam Adebayo með tvöfalda tvennu, 17 stig og tíu fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins, og næturinnar, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar er nú lokið. Lauk þeim báðum með 12 stiga sigrum. Orlando kom öllum á óvart og lagði Milwaukee Bucks af velli, 122-110. Þá vann Miami Heat góðan sigur á Indana Pacers, 113-101. Talið var nær öruggt að Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks myndu jarða Orlando Magic enda þarna liðin í 1. og 8. sæti Austurdeildarinnar að mætast. Orlando spilaði hins vegar frábærlega og verðskulduðu sigurinn svo sannarlega. Orlando var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og var það enn staðan þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 62-52. Í þeim síðara var það sama upp á teningnum og tókst Orlando að landa einstaklega óvæntum sigir í fyrsta leik í rimmu félaganna. Lokatölur 122-110 og Orlandi þar af leiðandi komið í 1-0 en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar. @NikolaVucevic puts up an #NBAPlayoffs career-high 35 PTS (5 3PM), 14 REB, steering the @OrlandoMagic to victory in Game 1! #WholeNewGame Game 2: Thurs. (8/20) - 6pm/et, ESPN pic.twitter.com/qPgKbgaHX1— NBA (@NBA) August 18, 2020 Nikola Vucevic var stigahæstur hjá Orlando með 35 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira. Hjá Bucks var Giannis stiga og frákastahæstur. Hann skoraði 31 stig og tók 17 fráköst. Miami Heat lagði svo Indiana Pacers af velli 113-101. Sá leikur var töluvert kaflaskiptari en Indiana byrjuðu betur en voru samt sem áður undir í hálfleik. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir síðasta fjórðung leiksins en þar voru Heat mun sterkari og unnu eins og áður sagði 12 stiga sigur. Jimmy B (14 PTS) and Bam (12 PTS) pace the @MiamiHEAT's 1st half of Game 1 on TNT!#HEATTwitter #NBAPlayoffs pic.twitter.com/DJCnImeFhr— NBA (@NBA) August 18, 2020 Jimmy Butler var að venju stigahæstur í liði Heat með 28 stig. Goran Dragic kom þar á eftir og þá var Bam Adebayo með tvöfalda tvennu, 17 stig og tíu fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira