Sláandi staðreynd um Madonnu, PSG og Leipzig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 12:00 Madonna og mynd frá leik Paris Saint Germain og RB Leipzig í gær. Samsett/EPA Undanúrslitaleikur Paris Saint Germain og Leipzig í gærkvöldi var leikur tveggja liða sem hafa bæði verið að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins í Meistaradeildinni í ár. Nooruddean eða skeggjaði snillingurinn eins og hann kallar sig á Twitter, benti á athyglisverða staðreynd í gær svona til að sýna flestum hvað þau eru í raun orðin gömul. Mótherjarnir í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar eru nefnilega ekki gömul félög. Paris Saint Germain var stofnað 12. ágúst 1970 og hélt því upp á hálfrar aldar afmælið sitt á dögunum. RB Leipzig er hins vegar miklu yngra enda stofnað 19. maí 2009 eða fyrir rúmum ellefu árum síðan. Þetta fékk Nooruddean til að benda á þessa sjokkerandi staðreynd hér fyrir neðan. Madonna is older than PSG and RB Leipzig combined— Nooruddean (@BeardedGenius) August 18, 2020 Nooruddean var sjálfur það uppverðraður við þessa uppgötvun sína að hann skrifaði þetta á Twitter. Þar stóð hjá honun: Madonna er eldri en PSG og RB Leipzig til samans. Bandaríska söngkonan Madonna, oft nefnd drottning popptónlistarinnar, átti líka afmæli fyrir nokkrum dögum því hún hélt upp á 62 ára afmælið sitt 16. ágúst síðastliðinn. Ef við leggjum saman aldur knattspyrnufélaganna PSG og RB Leipzig þá nær það aðeins upp í 61 ár. Annar Twitter-notandi svaraði færslu Nooruddean með annarri staðreynd. Vogue came out two years before Neymar was born. Ray of Light six months before Mbappé was born. hey hi we're old.— Muhammad Butt (@muhammadbutt) August 18, 2020 Vogue, eitt frægasta lag Madonnu, kom út 20. mars 1990 eða tveimur árum áður en Neymar fæddist. Ray of Light platan hennar kom síðan út í febrúar 1998, eða sex mánuðum áður en Mbappé fæddist. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Undanúrslitaleikur Paris Saint Germain og Leipzig í gærkvöldi var leikur tveggja liða sem hafa bæði verið að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins í Meistaradeildinni í ár. Nooruddean eða skeggjaði snillingurinn eins og hann kallar sig á Twitter, benti á athyglisverða staðreynd í gær svona til að sýna flestum hvað þau eru í raun orðin gömul. Mótherjarnir í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar eru nefnilega ekki gömul félög. Paris Saint Germain var stofnað 12. ágúst 1970 og hélt því upp á hálfrar aldar afmælið sitt á dögunum. RB Leipzig er hins vegar miklu yngra enda stofnað 19. maí 2009 eða fyrir rúmum ellefu árum síðan. Þetta fékk Nooruddean til að benda á þessa sjokkerandi staðreynd hér fyrir neðan. Madonna is older than PSG and RB Leipzig combined— Nooruddean (@BeardedGenius) August 18, 2020 Nooruddean var sjálfur það uppverðraður við þessa uppgötvun sína að hann skrifaði þetta á Twitter. Þar stóð hjá honun: Madonna er eldri en PSG og RB Leipzig til samans. Bandaríska söngkonan Madonna, oft nefnd drottning popptónlistarinnar, átti líka afmæli fyrir nokkrum dögum því hún hélt upp á 62 ára afmælið sitt 16. ágúst síðastliðinn. Ef við leggjum saman aldur knattspyrnufélaganna PSG og RB Leipzig þá nær það aðeins upp í 61 ár. Annar Twitter-notandi svaraði færslu Nooruddean með annarri staðreynd. Vogue came out two years before Neymar was born. Ray of Light six months before Mbappé was born. hey hi we're old.— Muhammad Butt (@muhammadbutt) August 18, 2020 Vogue, eitt frægasta lag Madonnu, kom út 20. mars 1990 eða tveimur árum áður en Neymar fæddist. Ray of Light platan hennar kom síðan út í febrúar 1998, eða sex mánuðum áður en Mbappé fæddist.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira