Neymar braut sóttvarnarreglur í gær og UEFA gæti sett hann í bann í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 09:00 Neymar var eini leikmaður Paris Saint Germain sem skipti um treyju eftir leik enda er það bannað. EPA-EFE/David Ramos Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrr Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrr Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira