Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 12:26 Laura Loomer er þekkt fyrir hatursfullar yfirlýsingar gegn múslimum og samsæriskernningar, meðal annars varðandi skotárásir í bandarískum skólum Getty/Stephanie Keith Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. Loomer er hvað þekktust fyrir fordómafullar yfirlýsingar sínar, fyrir að hafa hlekkjað sig við höfuðstöðvar Twitter árið 2018, eftir að hún var bönnuð á samfélagsmiðlinum vegna áðurnefndra fordómafullra yfirlýsinga, og að vera bönnuð á minnst tólf samfélagsmiðlum og vefum. Loomer, sem er 27 ára gömul, hefur sjálf lýst sér sem múslimahatara, kallað múslima „villimenn“, íslam „krabbamein“ og sagt að múslimar eigi ekki að fá að sitja í embættum í Bandaríkjunum. Hún hefur þar að auki dreift fjölmörgum samsæriskenningum og meðal annars unnið fyrir samsæriskenningasíðuna InfoWars. Great going Laura. You have a great chance against a Pelosi puppet! https://t.co/pKZp35dUYr— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Loomer má ekki vera á Facebook, Twitter, Instagram né Periscope vegna brota hennar á skilmálum þeirra miðla. Henni hefur sömuleiðis verið meinað að notast við þjónustu Uber og Lyft, eftir að hún tísti um að einhver ætti að stofna sambærilegt fyrirtæki þar sem múslimar mættu ekki vinna, því hún vildi ekki styðja innflytjendur frá múslimaríkjum fjárhagslega. Hún var þó ekki bönnuð á Facebook fyrr en árið 2019 þegar rassía verð gerð og fjölmargt hatursfullt öfgafólk, og aðrir sem Facebook sagði „hættulega einstaklinga“, var bannað. Eins og bent er á í umfjöllun Gizmodo var Loomer meinaður aðgangur að ráðstefnu íhaldsmanna í mars í fyrra eftir að hún áreiti blaðamenn. Henni var sömuleiðis meinaður aðgangur að opnu leikhúsi í Central Park í New York eftir að hún ruddist upp á svið árið 2017 í mótmælaskyni við það leikrit sem verið var að flytja. Umrætt leikrit var Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem holdgervingur Donald Trump var í aðalhlutverki. Safnaði miklu fé en á litla möguleika Þar sem Loomer er nú í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa margir stuðningsmenn hennar og Trump kallað eftir því að henni verði aftur veittur aðgangur að Twittersíðu sinni. Framboð Loomer safnaði 1,1 milljón dala, samkvæmt frétt Washington Post, og hefur hún notið stuðnings Roger Stone, vinar Trump og ráðgjafa hans til margra ára, sem forsetinn náðaði nýverið eftir að hann var dæmdur til þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hún mun þó etja kappi við sitjandi þingkonuna Lois Frankel, sem hefur þegar setið fjögur kjörtímabil á þingi. Kjósendur kjördæmisins hallast til vinstri og hafa kosningar þar síðustu árin verið Demókrötum mikið í vil.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Twitter Facebook Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira