Arnar verður að sitja á sér í stúkunni í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 12:30 Arnar Gunnlaugsson fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki en sá ekki eftir neinu, í ljósi þess að mark Blika var dæmt af. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00