Góðar fyrirætlanir duga skammt Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 15:00 Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Agla Eir Vilhjálmsdóttir Mest lesið Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun