Erlent

Fyrstu dauðs­föllin af völdum kórónu­veirunnar í Þýska­landi

Sylvía Hall skrifar
Frá Essen.
Frá Essen. Vísir/Getty
Tveir eru látnir í Þýskalandi af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Um er að ræða eina eldri konu í borginni Essen og karlmann í bænum Heinsberg.

Bæði Essen og Heinsberg eru í Norðurrín-Vestfalíu í vesturhluta landsins.

Mikil fjölgun hefur verið í smitum í Þýskalandi undanfarna daga og eru tilfellin nú rúmlega 1.100. Flest tilfelli eru í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland landsins.

Yfirvöld í Þýskalandi hafa gripið til ráðstafana vegna útbreiðslu veirunnar og hafa aflýst mörgum stórum viðburðum í landinu, til að mynda ferðasýningunni ITB og bókahátíðinni í Leipzig. Þá er fullyrt á vef Bloomberg að einnig sé til skoðunar að loka af ýmsum borgum í landinu líkt og hefur verið gert á Ítalíu.


Tengdar fréttir

Smitum fækkar hratt í Kína

Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×