Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. mars 2020 09:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag. vísir/vilhelm Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar. Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar.
Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18