Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 10:30 Birkir Bjarnason og Mario Balotelli hafa verið liðsfélagar hjá Brescia síðan í janúar. vísir/getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01