Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 10:30 Birkir Bjarnason og Mario Balotelli hafa verið liðsfélagar hjá Brescia síðan í janúar. vísir/getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01