Fara eftir ráðleggingum og halda fjölmennt krakkamót Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2020 13:36 Jón Ben mótsstjóri segir að mótið verði haldið, við verðum að halda áfram að lifa lífinu. Vísi hafa borist fjölmargar ábendingar frá áhyggjufullum foreldrum vegna kórónuveirunnar sem velta því fyrir sér hvort til standi að halda fyrirhugað körfuboltamót krakka – Nettómótið í Reykjanesbæ – um helgina? Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega já. Mikið körfuboltamót, sem að standa barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur í samvinnu við Nettó og Reykjanesbæ, fer fram um helgina. Þetta er 30. mót félaganna fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2009 og síðar. 20 lið afboðað komu sína Mótsstjóri er Jón Ben Einarsson og hann segir það vissulega rétt að þeim í mótsstjórn hafi borist póstar og þau hafi heyrt í áhyggjufullum foreldrum. Jón Ben segir mikla tilhlökkun ríkjandi meðal krakkanna og það sé ekkert grín að slá mót sem þetta af. „Og það hafa nokkur lið afboðað komu sína, hátt í tuttugu lið, ekki félög. En í hverju liði eru fjórir til fimm. Það voru 276 lið skráð frá 25 félögum en eru nú komin í 256. Við erum að púsla þessu saman. Þessi 20 lið drógu sig úr keppni í gærkvöldi þar sem kvarnast hafði úr liðunum sökum ótta foreldra við COVID-19. Við eigum því von á að 256 félög mæti galvösk til leiks um helgina,“ segir Jón Ben sem telur að fjölmiðlar hafi lagt sitt af mörkum til að ala á ótta meðal þjóðarinnar. Verðum að halda áfram með lífið „Við höfum farið eftir þeim ráðleggingum sem hafa verið gefnar út og teljum að það sé engin ástæða til að falla frá fyrri áformum. Við höfum verið hvött til að halda áfram að lifa lífinu, mæta í skólann, vinnuna og auka hreinlætið. Við erum á þeirri línu að fara eftir þeim tilmælum sem gefin hafa verið út.“ Vísir sagði af því að hliðarverkanir ótta við kórónuveiruna eru margvíslegar. Til dæmis liggur fyrir að þeir sem hafa lifibrauð sitt af því að starfa við skemmtanir ýmsar, sem hefur verið aflýst, eru á köldum klaka. Jón Ben telur þetta hafa keyrt um þverbak. Jón Ben. Tuttugu lið hafa hætt við þátttöku. Heilbrigðisyfirvöld virðist hafa góð tök á stöðunni, og hún hefur ekkert breyst hvað sem verður, þó fjölda greindra hafi hækkað. Hver verður að taka ákvörðun fyrir sig „Það er ekkert grín að fresta svona viðburði. Við erum að fá krakka utan að landi sem hafa hlakkað lengi til. Þetta er árshátíðarmót í þessum aldursflokki,“ segir Jón Ben og segir það vissulega ekki auðvelt fyrir þau sem að mótinu standa að setja það upp við þessar aðstæður. Og taka ákvarðanir. „Fremur en frekar en öðrum foreldrum sem eru að gera þetta upp við sig hvað gera skuli og eru orðin hrædd. Við teljum okkur vera að gera það sem við erum hvött til. Halda áfram með lífið.“ Jón Ben segist eiga von á því að 256 félög mæti galvösk til leiks um helgina. Jón Ben segir að þau sem að mótinu standa ætli að vanda sig og leggja sérstaka áherslu á hreinlæti, handþvott og annað slíkt. Að mótinu stendur breiður og samstiga hópur, margir unnið að mótinu lengi af því að það er gaman. Þjálfarar hjá KR hættir við þátttöku En, það breytir ekki því að uggur er í mörgum og Vísir hefur heyrt af tveimur þjálfurum í KR sem ætla ekki að mæta á staðinn. Annað þeirra er Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og þjálfari yngri flokka. En það vakti athygli á dögunum að hann mætti ekki til leiks sem leikmaður vegna kórónuveirunnar. Hann hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum af þeim krakkamótum sem til stendur að halda nú um helgina. „Jájá, hann fer varla að koma til okkur ef hann er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Fólk tekur þessa ákvörðun fyrir sig og börnin sín ef það er óttaslegið. Þá er betra að þau taki ákvörðun sem færir því ró,“ segir Jón Ben. Fleiri fjölmennir íþróttaviðburðir fara fram um helgina. Má þar nefna bikarhelgi Handknattleikssambandsins í Laugardalshöll þar sem leikið er til úrslita í yngri flokkum og meistaraflokki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, greindi frá því á blaðamannafundi í vikunni að HSÍ hefði verið í sambandi vegna helgarinnar. Engar ráðleggingar væru frá yfirvöldum að blása af eða fresta viðburðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Körfubolti Reykjanesbær Tengdar fréttir Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Vísi hafa borist fjölmargar ábendingar frá áhyggjufullum foreldrum vegna kórónuveirunnar sem velta því fyrir sér hvort til standi að halda fyrirhugað körfuboltamót krakka – Nettómótið í Reykjanesbæ – um helgina? Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega já. Mikið körfuboltamót, sem að standa barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur í samvinnu við Nettó og Reykjanesbæ, fer fram um helgina. Þetta er 30. mót félaganna fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2009 og síðar. 20 lið afboðað komu sína Mótsstjóri er Jón Ben Einarsson og hann segir það vissulega rétt að þeim í mótsstjórn hafi borist póstar og þau hafi heyrt í áhyggjufullum foreldrum. Jón Ben segir mikla tilhlökkun ríkjandi meðal krakkanna og það sé ekkert grín að slá mót sem þetta af. „Og það hafa nokkur lið afboðað komu sína, hátt í tuttugu lið, ekki félög. En í hverju liði eru fjórir til fimm. Það voru 276 lið skráð frá 25 félögum en eru nú komin í 256. Við erum að púsla þessu saman. Þessi 20 lið drógu sig úr keppni í gærkvöldi þar sem kvarnast hafði úr liðunum sökum ótta foreldra við COVID-19. Við eigum því von á að 256 félög mæti galvösk til leiks um helgina,“ segir Jón Ben sem telur að fjölmiðlar hafi lagt sitt af mörkum til að ala á ótta meðal þjóðarinnar. Verðum að halda áfram með lífið „Við höfum farið eftir þeim ráðleggingum sem hafa verið gefnar út og teljum að það sé engin ástæða til að falla frá fyrri áformum. Við höfum verið hvött til að halda áfram að lifa lífinu, mæta í skólann, vinnuna og auka hreinlætið. Við erum á þeirri línu að fara eftir þeim tilmælum sem gefin hafa verið út.“ Vísir sagði af því að hliðarverkanir ótta við kórónuveiruna eru margvíslegar. Til dæmis liggur fyrir að þeir sem hafa lifibrauð sitt af því að starfa við skemmtanir ýmsar, sem hefur verið aflýst, eru á köldum klaka. Jón Ben telur þetta hafa keyrt um þverbak. Jón Ben. Tuttugu lið hafa hætt við þátttöku. Heilbrigðisyfirvöld virðist hafa góð tök á stöðunni, og hún hefur ekkert breyst hvað sem verður, þó fjölda greindra hafi hækkað. Hver verður að taka ákvörðun fyrir sig „Það er ekkert grín að fresta svona viðburði. Við erum að fá krakka utan að landi sem hafa hlakkað lengi til. Þetta er árshátíðarmót í þessum aldursflokki,“ segir Jón Ben og segir það vissulega ekki auðvelt fyrir þau sem að mótinu standa að setja það upp við þessar aðstæður. Og taka ákvarðanir. „Fremur en frekar en öðrum foreldrum sem eru að gera þetta upp við sig hvað gera skuli og eru orðin hrædd. Við teljum okkur vera að gera það sem við erum hvött til. Halda áfram með lífið.“ Jón Ben segist eiga von á því að 256 félög mæti galvösk til leiks um helgina. Jón Ben segir að þau sem að mótinu standa ætli að vanda sig og leggja sérstaka áherslu á hreinlæti, handþvott og annað slíkt. Að mótinu stendur breiður og samstiga hópur, margir unnið að mótinu lengi af því að það er gaman. Þjálfarar hjá KR hættir við þátttöku En, það breytir ekki því að uggur er í mörgum og Vísir hefur heyrt af tveimur þjálfurum í KR sem ætla ekki að mæta á staðinn. Annað þeirra er Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og þjálfari yngri flokka. En það vakti athygli á dögunum að hann mætti ekki til leiks sem leikmaður vegna kórónuveirunnar. Hann hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum af þeim krakkamótum sem til stendur að halda nú um helgina. „Jájá, hann fer varla að koma til okkur ef hann er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Fólk tekur þessa ákvörðun fyrir sig og börnin sín ef það er óttaslegið. Þá er betra að þau taki ákvörðun sem færir því ró,“ segir Jón Ben. Fleiri fjölmennir íþróttaviðburðir fara fram um helgina. Má þar nefna bikarhelgi Handknattleikssambandsins í Laugardalshöll þar sem leikið er til úrslita í yngri flokkum og meistaraflokki. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, greindi frá því á blaðamannafundi í vikunni að HSÍ hefði verið í sambandi vegna helgarinnar. Engar ráðleggingar væru frá yfirvöldum að blása af eða fresta viðburðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Krakkar Körfubolti Reykjanesbær Tengdar fréttir Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15