Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2020 09:00 Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun