Farðar stjörnurnar: Hopkins í uppáhaldi en draumurinn að vinna með DiCaprio og Pitt Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2020 10:30 Mandy ætlaði að vera í sex mánuði í Los Angeles en hefur nú búið þar í 19 ár. Sindri Sindrason hitti Mandy Artusato á dögunum í Los Angeles sem hefur búið í borginni síðan hún var 19 ára gömul. Undanfarið hefur hún starfað við förðun þar í borg og farðar allar margar af helstu stjörnunum í Hollywood, stjörnur á borð við Anthony Hopkins, Macy Gray, Terry Crews, Kelly Osbourne og margar fleiri. Verkefnunum fjölgar og nafn hennar verður sífellt þekktara. Mandy ætlaði sér að verða sex mánuði í Los Angeles en árin eru nú orðin nítján. „Ég fór í förðunarskóla og síðan þá hef ég verið að vinna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Heba Þórisdóttir hjálpaði mér mikið í mínum fyrstu skrefum og mitt fyrsta verkefni var að farða fyrir tónlistarmyndbönd hjá Svölu Björgvins og þegar hún fór í myndatökur,“ segir Mandy sem vakti þá athygli hjá réttum aðilum og fékk í kjölfarið stærri verkefni.Góðvinkona Kelly Osbourne „Ég gerði til dæmis þátt með Kevin Hart fyrir þátt sem heitir Kevin Hart's Guide to Black History og þar gerði ég hárkollur og skegg. Svo var einn þáttur sem ég gerði með Kevin Bacon og hann er manneskja sem er svakalegur atvinnumaður og einbeitir sér gríðarlega að verkefninu. Svo fyrir tveimur árum kynntist ég Kelly Osbourne og ég vann með henni og pabba hennar [Ozzy Osbourne] fyrir þáttinn Ozzy & Jack's World Detour,“ segir Mandy sem ferðaðist með fjölskyldunni út um allt í marga mánuði sem endaði með því að hún og Kelly Osbourne eru góðar vinkonur í dag og vinnur hún mikið með henni. Anthony Hopkins er í sérstöku uppáhaldi hjá Mandy. „Hann var algjör herramaður,“ segir Mandy en draumurinn er að fá að farða þá Leonardo DiCaprio og Brad Pitt. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Mandy Artusato á dögunum í Los Angeles sem hefur búið í borginni síðan hún var 19 ára gömul. Undanfarið hefur hún starfað við förðun þar í borg og farðar allar margar af helstu stjörnunum í Hollywood, stjörnur á borð við Anthony Hopkins, Macy Gray, Terry Crews, Kelly Osbourne og margar fleiri. Verkefnunum fjölgar og nafn hennar verður sífellt þekktara. Mandy ætlaði sér að verða sex mánuði í Los Angeles en árin eru nú orðin nítján. „Ég fór í förðunarskóla og síðan þá hef ég verið að vinna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Heba Þórisdóttir hjálpaði mér mikið í mínum fyrstu skrefum og mitt fyrsta verkefni var að farða fyrir tónlistarmyndbönd hjá Svölu Björgvins og þegar hún fór í myndatökur,“ segir Mandy sem vakti þá athygli hjá réttum aðilum og fékk í kjölfarið stærri verkefni.Góðvinkona Kelly Osbourne „Ég gerði til dæmis þátt með Kevin Hart fyrir þátt sem heitir Kevin Hart's Guide to Black History og þar gerði ég hárkollur og skegg. Svo var einn þáttur sem ég gerði með Kevin Bacon og hann er manneskja sem er svakalegur atvinnumaður og einbeitir sér gríðarlega að verkefninu. Svo fyrir tveimur árum kynntist ég Kelly Osbourne og ég vann með henni og pabba hennar [Ozzy Osbourne] fyrir þáttinn Ozzy & Jack's World Detour,“ segir Mandy sem ferðaðist með fjölskyldunni út um allt í marga mánuði sem endaði með því að hún og Kelly Osbourne eru góðar vinkonur í dag og vinnur hún mikið með henni. Anthony Hopkins er í sérstöku uppáhaldi hjá Mandy. „Hann var algjör herramaður,“ segir Mandy en draumurinn er að fá að farða þá Leonardo DiCaprio og Brad Pitt.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira