Þrettán leikmenn, þjálfarar eða starfsmenn danska liðsins Bröndby í sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 16:09 Thomas Kahlenberg á æfingu með Bröndby þegar hann var leikmaður félagsins. Á myndinni má einnig sjá íslenska landsliðsmanninn Hjört Hermannsson. Getty/ Lars Ronbog Bröndby berst nú við útbreiðslu Kórónuveirunnar innan síns félags og meðal stuðningsmanna sinna eftir að gömul knattspyrnuhetja hjá félaginu mætti veikur á leik liðsins á sunnudaginn var. Thomas Kahlenberg, fyrrum leikmaður Bröndby og danska landsliðsins, var með Kórónuveiruna þegar hann mætti á leik Bröndby og Lyngby í dönsku deildinni á Bröndby leikvanginum um síðustu helgi. Þrettán leikmenn og starfsmenn Bröndby hafa verið settir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við Thomas Kahlenberg. Hann sjálfar er að að sjálfsögðu einnig í sóttkví. Þetta kemur fram á heimasíðu danska félagsins. Var du på Brøndby Stadion i søndags til kampen mod Lyngby BK? Så er der vigtig information fra myndighederne her.https://t.co/v8E6lxEE9a— Brøndby IF (@BrondbyIF) March 5, 2020 Thomas Kahlenberg sýktist af Kórónuveirunni á ferð sinni til Amsterdam í Hollandi. Eftir það mætti hann á umræddan leik án þess að vita að hann væri smitaður. Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er leikmaður Bröndby og var á varamannabekknum í umræddum leik. Hann hefur samt ekki verið nefndur í þeim hópi fólks hjá Bröndby sem er í sóttkví. Danska fotbollsprofilen Thomas Kahlenberg smittad av coronaviruset. Kan ha spridit smittan på fotbollsarena. 13 medarbetare i klubben satta i karantän. https://t.co/rk4tKsu6tS— Kvällsposten (@Kvallsposten) March 5, 2020 Þeir sem eru í sóttkví eru varnarmaðurinn Joel Kabongo, framkvæmdastjórinn Ole Palmå, aðstoðarþjálfarinn Martin Retov, leikgreinandinn Jimmy Brinksby og íþróttsálfræðingurinn auk níu annarra starfsmanna Bröndby. Þrír leikmenn Lyngby, sem voru í samskiptum við Kahlenberg, eru einnig í sótkví en það eru Martin Ørnskov, Kasper Jørgensen og Patrick da Silva. Bröndby leitar nú af þeim stuðningsmönnum Bröndby sem hittu Thomas Kahlenberg á þessum leik og tóku í höndina á honum, föðmuðu hann, fengu að taka mynd af sér með honum eða voru í kringum hann í meira en fimmtán mínútur. Topfodbold ramt af corona: Thomas Kahlenberg har sendt spillere og ledere i karantæne https://t.co/ucQSpxWKTq— Lars Igum Rasmussen (@LarsIgum) March 5, 2020 Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Bröndby berst nú við útbreiðslu Kórónuveirunnar innan síns félags og meðal stuðningsmanna sinna eftir að gömul knattspyrnuhetja hjá félaginu mætti veikur á leik liðsins á sunnudaginn var. Thomas Kahlenberg, fyrrum leikmaður Bröndby og danska landsliðsins, var með Kórónuveiruna þegar hann mætti á leik Bröndby og Lyngby í dönsku deildinni á Bröndby leikvanginum um síðustu helgi. Þrettán leikmenn og starfsmenn Bröndby hafa verið settir í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við Thomas Kahlenberg. Hann sjálfar er að að sjálfsögðu einnig í sóttkví. Þetta kemur fram á heimasíðu danska félagsins. Var du på Brøndby Stadion i søndags til kampen mod Lyngby BK? Så er der vigtig information fra myndighederne her.https://t.co/v8E6lxEE9a— Brøndby IF (@BrondbyIF) March 5, 2020 Thomas Kahlenberg sýktist af Kórónuveirunni á ferð sinni til Amsterdam í Hollandi. Eftir það mætti hann á umræddan leik án þess að vita að hann væri smitaður. Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er leikmaður Bröndby og var á varamannabekknum í umræddum leik. Hann hefur samt ekki verið nefndur í þeim hópi fólks hjá Bröndby sem er í sóttkví. Danska fotbollsprofilen Thomas Kahlenberg smittad av coronaviruset. Kan ha spridit smittan på fotbollsarena. 13 medarbetare i klubben satta i karantän. https://t.co/rk4tKsu6tS— Kvällsposten (@Kvallsposten) March 5, 2020 Þeir sem eru í sóttkví eru varnarmaðurinn Joel Kabongo, framkvæmdastjórinn Ole Palmå, aðstoðarþjálfarinn Martin Retov, leikgreinandinn Jimmy Brinksby og íþróttsálfræðingurinn auk níu annarra starfsmanna Bröndby. Þrír leikmenn Lyngby, sem voru í samskiptum við Kahlenberg, eru einnig í sótkví en það eru Martin Ørnskov, Kasper Jørgensen og Patrick da Silva. Bröndby leitar nú af þeim stuðningsmönnum Bröndby sem hittu Thomas Kahlenberg á þessum leik og tóku í höndina á honum, föðmuðu hann, fengu að taka mynd af sér með honum eða voru í kringum hann í meira en fimmtán mínútur. Topfodbold ramt af corona: Thomas Kahlenberg har sendt spillere og ledere i karantæne https://t.co/ucQSpxWKTq— Lars Igum Rasmussen (@LarsIgum) March 5, 2020
Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn