Netið fjölgar gildrunum fyrir konur með þroskahömlun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2020 08:00 Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“ Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“
Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00