Viltu aukafríviku(r)? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. mars 2020 11:00 Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ólafur Þór Gunnarsson Vinnumarkaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Hvað myndum við gera ef við ættum meiri tíma? Myndum við sofa lengur, hreyfa okkur meira, hitta fleira fólk, eða lesa fleiri bækur. Myndum við hanga lengur á netinu eða fara bara oftar í ræktina? Myndi okkur líða betur? Myndu fleiri fá vinnu eða myndu bara allir vinna minna? Eða myndu einhverjir vinna meira? Þessar spurningar geta verið endalausar en verða allar uppi þegar við styttum vinnuvikuna. Ég segi þegar, því mér finnst þetta vera svo augljóst. Að við munum halda áfram að stíga þau skref sem voru fyrst stigin í tengslum við Lífskjarasamningana og verða vonandi stigin áfram í þeirri kjarasamningalotu sem nú stendur yfir. Fyrir hverja vinnustund fáum við viku í frí á ári Fyrir hverja vinnustund sem vinnuvikan er stytt um má gera ráð fyrir að við fáum til umráða tíma sem svarar 40-45 klukkustundum á ári. Það eru 5-6 vinnudagar. Fjögurra stunda stytting vinnuvikunnar gæti því orðið sem svarar 160-180 tímar á ári fyrir einstakling í fullu starfi. Stytting vinnuviku vaktavinnufólks í 32 stundir, eins og nokkuð hefur verið rætt, gæti þá þýtt á bilinu 320-360 tímar á ári. Eftir því hvar línan er dregin gætu þetta verið frá einni vinnuviku í auka „mig-tíma“ upp í 8. Seinni talan er meiri tími en flestar stéttir hafa í orlof í dag. Með því að líta sérstaklega til vaktavinnufólks í þessu sambandi er horft til þess aukaálags sem hlýst af því að vinna á óhefðbundnum tímum, á stórhátíðum, helgum, nóttinni og kvöldin, þegar aðrir eru í fríi. Auðvitað hlytist af kostnaður. Það segir sig sjálft að ef þarf að manna vaktir og vinuskyldan hefur minnkað þarf til þess meiri mannskap. Í einhverjum tilfellum verður hægt að mæta a.m.k. hluta breytinga með endurskipulagningu og hliðrunum á vinnutíma og vinnuskilum, en það er óhjákvæmilegt að fleiri þurfi til að sinna vinnu í vaktavinnuhópum. Þá gætu menn haft áhyggjur af því að ekki fengist fólk til starfa. Ég tel hins vegar að það ætti að vera auðveldara að manna vaktavinnustörf þegar menn sjá að vinnuskilin verða minni. Eins hafa þær tilraunir sem hafa verið gerðar hér á landi með styttingu að fjarvistum fækkar og starfsánægja eykst. Kjarabót sem verðbólga étur ekki Þær samfélagsbreytingar sem nú eiga sér stað kalla á breytingar á vinnuvikunni og meiri sveigjanleika fyrir vinnandi fólk. Ég er viss um að við myndum dvelja meira með fjölskyldu og vinum ef við ættum meiri tíma. Við myndum fara oftar í heimsóknir til ömmu, mömmu eða frænku. Eða bara heimsóknir yfirleitt. Við myndum líklega gefa okkur meiri tíma til að komast milli staða með um hverfisvænum hætti. Við myndum jafnvel gefa okkur tíma til að borða hollari mat og matbúa sjálf. Sú samfélagsbreyting sem gæti orðið með styttri vinnuviku yrði mjög jákvæð. Sú kjarabót sem í því fælist yrði heldur ekki frá okkur tekin með verðbólgu, gengisfellingum eða vaxtahækkunum. Við gætum brosað alla leið heim. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar