„Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2020 10:30 Linda Haukdal er 45 ára en gefst ekki upp á þeim draumi að eignast barn. Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira