Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. mars 2020 19:46 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. stöð 2 Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45